Hús dagsins: Ægisgata 10

  Björn Erlendur Sveinssonreisti þetta hús árið 1937. P2150009Í manntali 1940 er hann titlaður vörubílstjóri en þá var íbúafjöldi hússins alls sjö manns en það var raunar ekki óalgengt að 6-9 manns byggju í þessum húsum, sem flest voru og eru um 60-80 fermetrar. Fjölskyldur voru barnmargar og ósjaldan að foreldri eða foreldrar heimilisföður eða húsmóður byggju þar líka. Ægisgata 10 er einlyft steinhús með valmaþaki. Grunnflötur nær ferningslaga en lítið útskot á suðausturhorni.  Hér er um að ræða eitt þeirra hús sem byggt er eftir teikningunni með yfirskriftina “Einbýlishús fyrir SBA Akureyri”.Í gluggum eru krosspóstar en járn á þaki. Skúrar eru á baklóð. Húsið lítur vel út og er vel við haldið, í því eru nýlegir gluggapóstar og nýlegt járn virðist á þaki. Inngangar eru á framhlið og á bakhlið. Í öllum húsum Tryggva Jónatanssonar var sérstakt þvottahús með þvottapotti og inngangur í þvottahúsin og eru þetta líkast til með fyrstu húsum með slíku fyrirkomulagi. Í eldri húsum var ekki óalgengt að kyndiklefar væru innréttaðir sem þvottahús síðar meir. Líkt og nærliggjandi hús er það til prýði í húsaröðinni sem er heilsteypt röð einfaldra og látlausra funkishúsa. Í húsinu er ein íbúð. Myndin er tekin 15.feb 2015.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • P8291011
  • IMG 1478
  • IMG 1480
  • IMG 1476
  • IMG 1479

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 10
  • Sl. sólarhring: 94
  • Sl. viku: 759
  • Frá upphafi: 417041

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 509
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband