Hús dagsins: Ægisgata 12

 Á fundi Byggingarnefndar þann 6.október 1936 var Páli Jóhannssyni veitt leyfi til að reisa hús sitt næst norðan við lóðir Tryggva Jónatanssonar.P2150007 Húsið átti að vera 8x9m með útskoti 3,15x 1,50m. Er þetta þá sams konar hús og númer 2, 4, 10 og 14. Einkennandi fyrir þessi hús er lítill hlutfallslega breiður gluggi við hlið framdyra og útskotsins á horninu. Eins og gengur og gerist á tæpum átta áratugum hafa húsin öll tekið mis miklum breytingum að ytra byrði, þ.e. gluggapóstar, hurðir og klæðning og hafa hvert sitt svipmót hvað það varðar. Þessi hús eru með þeim elstu við Ægisgötuna en ljóst er að erfitt er að ákvarða hvert húsanna er elst, en fyrstu byggingarleyfin voru veitt fyrir númer 12 og 2 í október og nóvember 1936. Ljóst er að mörg húsanna hafa því verið samtímis í byggingu en gatan var fullbyggð norður að Eyrarvegi árið 1940. Ægisgata 12 er steinhús og reist eftir sömu teikningu og númer 2, 4, 10, 12 og 14 og ber öll sömu einkenni. Það er að einu leiti frábrugðið hinum húsunum að það er járnklætt og hefur að líkindum verið einangrað upp á nýtt um leið og klæðning kom á. Einfaldir lóðréttir póstar eru í gluggum. Húsið er til prýði í umhverfi sem og gróin lóð umhverfis húsið. Myndin er tekin 15.2.2015.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • P8291011
  • IMG 1478
  • IMG 1480
  • IMG 1476
  • IMG 1479

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 15
  • Sl. sólarhring: 96
  • Sl. viku: 764
  • Frá upphafi: 417046

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 514
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband