Gamla Apótekið á ferð og flugi 25.6.2015

Endurbygging Gamla Apóteksins við Aðalstræti 4 hefur staðið yfir í nokkra mánuði og í morgun var komið að því að flytja húsið um set, inn á Krókeyri þar sem það bíður á meðan steyptur er nýr grunnur. Mannfjölda dreif að allir vopnaðir myndavélum að sjálfsögðu- enda er það að sjálfsögðu ekki á hverjum degi sem hús, gömul eða ný, leggjast í ferðalög. Látum myndirnar tala sínu máli: 

P6250007   P6250010

Að sjálfsögðu voru allir helstu fréttamiðlar mættir á svæðið...

P6250009

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ofarlega í brekkunni má sjá nokkur hross á beit. Þau létu sér fátt um finnast- en maðurinn sem stendur á Spítalaveginum er að sjálfsögðu að mynda. 
P6250012

 

 

 

 

 

 

 

"Híf opp æpti karlinn" :) 

P6250018

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

P6250023

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það þarf enga smá kerru til að flytja Gamla Apótekið. Ég taldi þarna 8 öxla, alls 32 dekk. 

P6250027

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Erlendir ferðamenn kynna sér sögu Gamla Apóteksins á einu af mörgum söguskiltum sem sett hafa verið upp í Innbænum. 

P6250032

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gamla Apótekið á ferðinni- hér lötrar það á milli Thulíunusarhúss (Hafnarstræti 18) og Höepfners húss (H-20) annars vegar og tekur hægri beygjuna inn á Drottningarbrautina við Höepfnersbryggju. 

P6250040 P6250043

Svona lítur hóllinn ofan Aðalstrætis út þegar Gamla Apótekið er farið. Alveg nýtt útsýni að húsunum við Lækjargötu. Þessa tilteknu brekkubrún hafði enginn núlifandi maður séð húslausan þar til í dag. Húsið er byggt 1859, þannig að síðustu eftirlifandi manneskjur sem mögulega hafa séð þessa brekkubrún án Apóteksins gætu hafa látist um 1960. En þetta er aðeins tímabundið, því húsið mætir aftur á svæðið innan fárra missera :) 

P6250041

 


mbl.is Gamla apótekið flutt af grunninum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 197
  • Sl. sólarhring: 208
  • Sl. viku: 728
  • Frá upphafi: 419670

Annað

  • Innlit í dag: 172
  • Innlit sl. viku: 603
  • Gestir í dag: 164
  • IP-tölur í dag: 163

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband