Hús dagsins: Þórunnarstræti 89

 Þórunnarstræti sem liggur yfir þvera og endilanga Brekkuna byggðist að mestu á árunum frá 1945-65. Gatan sem slík er miklu eldri og kemur hún fyrst fyrir á prenti í febrúar 1904 í mjög svo áhugaverðum hugleiðingum Páls Briem um skipulag bæja. Fyrstu áratugi 20.aldar var gatan einskonar “þjóðbraut” frá grasbýlum á Brekkunni og að Eyrarlandi niður að tóvélunum á Gleráreyrum, var m.a. mikið notuð til búfjárrekstrar. Elstu hús götunnar sem enn standa voru reist á þriðja áratugnum, það eru fyrrum grasbýli sem kennd voru við þá Svanberg Sigurgeirsson og Eðvald Möller í Manntali 1930. (ATH. Hér nota ég “ofarlega” í landfræðilegri merkingu, ekki eftir númerum því númer götunnar fara hækkandi niðrí mót).Húsin höfðu ekki númer og báru að því er virðist ekki sérstök bæjarnöfn. En nú teljast þau standa númer 89 og 97 við Þórunnarstræti.

Árið 1927 fékk Pálína Jóhannsdóttir Möller leyfi til að byggja hús 7.5x7,5m á erfðafestulandi sínu og húsinu fylgdi 400 fermetra lóð. P6190012 (2)Teikningar að húsinu gerði Sigtryggur Jónsson. Þórunnarstræti 89 er tvílyft hús með lágu risi auk viðbyggingar og áföstum bílskúr. Allt er húsið klætt utan með sverum bjálkum en lengi vel var húsið klætt einskonar eftirlíkingu af múrhleðslu. Þannig lítur húsið út eins og bjálkahús en er líkast til byggt á hefðbundinni timburgrind- en viðbygging er hlaðin úr múrfylltum plastkubbum. Þverpóstar eru í gluggum hússins en bárujárn á þaki. Húsið hefur að líkindum verið byggt sem einskonar grasbýli, en ekki virðist það hafa borið bæjarnafn. Eðvald og Pálína Möller eru einfaldlega kennd við Þórunnarstræti, líkt og Svanberg Sigurgeirsson, en mögulega hefur húsið verið kallað Eðvaldshús, Pálínuhús eða Möllershús í fyrndinni. Hússins er snemma getið í blöðum, en 10.september 1927 er ákveðið á bæjarstjórnarfundi að leggja vatnsleiðslu að húsi frú Pálínu Möller við Þórunnarstræti og rúmu ári síðar heldur Eðvald uppboð á tófuungum við hús sitt. Ekki gat ég séð að nein verslun, iðnaður eða þjónusta hefði verið auglýst í húsinu við leit í timarit.is. Númerið 89 kemur fyrst fyrir í blaði árið 1970 en sennilega hefur húsið fengið númer um líkt leyti og hús Svanbergs Sigurgeirssonar (um 1955). Húsið hefur alla tíð verið íbúðarhús og fyrir tæpum áratug fékk það algjöra yfirhalningu og andlitslyftingu. Það er því allt sem nýtt og er frágangur á viðbyggingu og tengingu við upprunalegt hús til fyrirmyndar. Lóðin er einnig í góðri hirðu. Þessa mynd tók ég á leið á samkundu í Lystigarðinum í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna, 19.júní 2015.

 

Heimildir : Bygginganefnd Akureyrarkaupstaðar: Fundagerðir 1921-30: Fundur nr. 599 18.7.1927.

Manntal á Akureyri 1930.

Gjörðabækur Bygginganefndar eru varðveittar á Héraðskjalasafninu sem og Manntöl.

Steindór Steindórsson (1993). Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur.

 

Að öðru leiti er vísað beint í heimildir gegn um tengla í texta.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • P8291011
  • IMG 1478
  • IMG 1480
  • IMG 1476
  • IMG 1479

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 7
  • Sl. sólarhring: 92
  • Sl. viku: 756
  • Frá upphafi: 417038

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 506
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband