Snjóalög viđ Fálkafell 2014-15

Eitt er ţađ sem ég hef alveg sérstaklega ánćgju af, nefnilega ađ fylgjast međ snjóalögum til fjalla. Vekur ţá sérstaka athygli ef óvenju lítiđ eđa mikiđ er af snjó á hinum og ţessum stöđum miđađ viđ tíma árs og oft reyni ég ađ mynda ţađ sem mér ţykir óvenjulegt. Fálkafell er skátaskáli ofan Akureyrar. Stendur hann í um 380 m hćđ yfir sjó á norđausturbrún Súlumýra. Bak viđ hann er brekka sem oftar en ekki nýtist skátum í útilegum til "rennerís" hvort heldur er á sleđum eđa skíđum eđa bara til almennra leikja og útivistar. Ţessi brekka hefur oftast nćr síđastliđin nokkur ár veriđ orđin auđ í sumarbyrjun en í fyrrasumar var enn talsverđur snjór ţar 18.júní.

P6180002

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Réttilega kveinkuđu menn sér undan seinagangi vorkomunnar núna í maí en hitastig náđi vart tveggja stafa tölu mest allan mánuđinn og snjór yfir. Auk ţess voru kaldar norđanáttir ríkjandi langt fram í júní. En veturinn var svosem heldur ekki ađ flýta sér í fyrra. Ţessa mynd tók ég í 13 stiga hita ţann 15.nóvember 2014. Ţarna er raunar minni snjór í brekkunni heldur en 18.júní, ţví ţarna er ađeins um föl ađ rćđa en á hinni myndinni er ţykkt fannarstál frá vetrinum á undan. Ég hygg ţađ ekki vera algengt ađ minni snjór sé í brekkunni um miđjan nóvember en um miđjan júní. 

PB150015

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Voriđ og fyrri hluti sumars 2015 verđa sennilega ekki fćrđ í annála fyrir óvenju mikil hlýindi. Bráđnun vetrarsnćvar hefur ţannig,eđlilega, ekki gengiđ hratt. Svona var stađan á brekkunni fyrir réttum mánuđi, 26.júní. Ţarna má sjá nokkuđ greinilega snjórönd neđst.

P6260046

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Klaufin kallast gildrag nokkurt suđvestan Fálkafells.Í norđurhlíđinni er enn dálítil fönn ţann 26.júlí ! Ţađ verđur ađ teljast nokkuđ árangur hjá vetrarsnjónum, a.m.k. miđađ viđ tíđarfar allra seinustu ára.

P7260105

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

snjor_falkafell260715

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 18
  • Sl. sólarhring: 227
  • Sl. viku: 627
  • Frá upphafi: 419718

Annađ

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 503
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband