Hús dagsins: Fjólugata 2

Síðla árs 1932 fékk Ólafur Ágústsson byggingameistari þrjár lóðir vestast við Fjólugötu norðanverða. Hann fékk leyfi til að reisa þar tvöP1040004 timburhús steyptum kjallara, járnvarin 7,2x7,8m að grunnfleti, ein hæð með lágu risi. Nefndin setti þau skilyrði að útitröppur væru ekki að götu og gerði einnig kröfu um það að húsin yrðu búin vatnssalerni ! Á þessum árum var nefnilega mikil áhersla lögð á að útrýma slæmum og heilsuspillandi húsakosti og sá sem flettir fundargerðum Bygginganefndar frá þessum árum rekst oftar en ekki á upptalningar á íbúðum sem úrskurðaðar voru óíbúðarhæfar og ekki leyfilegt að búa þar. Það fylgir hins vegar ekki sögunni hvernig þessum úrskurðum var fylgt eftir.

 

Árið 1933 risu þessi hús Ólafs og urðu þau númer 2 og 4 við Fjólugötu. Hús númer 2 stendur á horni Fjólugötu og Norðurgötu og stendur stafninn við gangstéttarbrún þeirrar síðarnefndu. Fjólugata 2 er einfalt og látlaust hús, einlyft með lágu risi, klætt bárujárni á veggjum og þaki og hefur verið svo frá upphafi því á þessum var sú krafa gerð að timburhús væru járnvarin. Stendur húsið á háum steyptum kjallara og í gluggum eru einfaldir, lóðréttir póstar. Meðal fyrstu íbúa hússins voru þau Bjarni Vilmundarson verkstjóri og Margrét Sigurðardóttir en þau bjuggu þarna á 5. og 6.áratug 20.aldar. Hún var árið 1957 elsta konan til að ganga í svokallaðri Landsgöngu á skíðum, en þar var um að ræða mikla skíðagöngu fyrir almenning. Húsið er í góðri hirðu og lítur vel út. Það myndar skemmtilega tvennd í götumyndinni ásamt systurhúsi sínu númer 4. Og jafnvel þótt síðarnefnda húsinu hafi nokkuð verið breytt eru húsin tvö sláandi lík- svona fljótt á litið. Ein íbúð er í húsinu. Þessi mynd er tekin í byrjun ársins, þann 4.janúar 2015.

 

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrarkaupstaðar: Fundur nr. 685, 7.nóv. 1932. Varðveitt á Héraðskjalasafninu á Akureyri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • P8291011
  • IMG 1478
  • IMG 1480
  • IMG 1476
  • IMG 1479

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 7
  • Sl. sólarhring: 92
  • Sl. viku: 756
  • Frá upphafi: 417038

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 506
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband