Hús dagsins: Fjólugata 3

Árið 1933 fékk Þorgrímur Þorsteinsson lóð og byggingarleyfi á Fjólugötu sunnan götu „ámóta húsi Óskar Jóhannesdóttur“ (þ.e. Fjólugötu 8). P1010005Sótti Tryggvi Jónatansson um leyfið í hans umboði og líklegt þykir mér að hann hafi gert teikningarnar að húsinu, sem var „íbúðarhús úr steinsteypu, 8,8x8,6m, 1 hæð á kjallara".

Fjólugata 3 er einlyft steinsteypuhús á háum kjallara og með lágu risi. Bárujárn er á þaki og einfaldir póstar í gluggum og er húsið allt klætt bárujárni eða stálklæðningu. Áfastur húsinu er bílskúr, byggður um 2004. Stendur hann fast við suðvesturhorn hússins. Ef litið er til grunnflatartölu hússins sést að hún er sú nákvæmlega sama og fyrir nr. 1 enda virðast húsin um margt svipuð, þó gluggasetning sé eilítið frábrugðin. Á báðum húsum er t.d. inngangur fyrir miðju og tveir gluggar sitt hvoru megin við dyr. Á nr. 1 er einn gluggi í miðju á hæð- beint ofan við dyr en á 3 er minni gluggi fast við dyrnar. Sameiginlegt einkenni húsanna tveggja eru bogadregnir toppar á stöfnum, en svipað skraut er á t.d. Norðurgötu 32 og 33. Fjólugata 3 er líkt og nærliggjandi hús einfalt og látlaust og gerð. Það er greinilega “ný upptekið” eins og gjarnan er sagt um bíla- á því er nýleg klæðning og gluggar. Þessi mynd er tekin 12.júní 2015.

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrarkaupstaðar: Fundagerðir 1930-35, Fundur 703 27.júlí 1933 og nr. 704, 1.ágúst s.á. Varðveitt á Héraðskjalasafninu á Akureyri..

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 412
  • Frá upphafi: 420112

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 302
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband