Hús dagsins: Fjólugata 6

 P1010002Árið 1933 fékk Ingólfur Árnason byggingarlóð norðan Fjólugötu og byggingarleyfi á lóð sem Ólafur Ágústsson hafði afsalað sér. Honum var leyft að byggja steinsteypt hús á kjallara með lágu risi 7,15x7,5 að stærð. Húsið var ekki ósvipað að lögun og þau sem voru að rísa á lóðum Ólafs, þ.e. nr. 2 og 4. Það er þó eilítið hærra og er auk þess steinsteypt, en við vinnslu þessara greina gekk ég fyrirfram út frá þeirri tilgátu að öll húsin nr. 2-6 væru reist eftir sömu teikningu en nr. 6 hefði síðar verið forskalað. Sú tilgáta reyndist röng.

Fjólugata 6 er einlyft á háum kjallara og með lágu risi. Á bakhlið er einlyft viðbygging með lágu risi, reist árið 1989 og var ætlað að hýsa m.a. vinnuherbergi. Bárujárn er á þaki og einfaldri lóðréttir póstar með tvískiptu opnanlegu fagi í gluggum. Á austurhlið eru steyptar tröppur og inngöngudyr. Líkt og önnur hús í Fjólugötu hefur húsið frá upphafi verið íbúðarhús en oftar en ekki bjuggu fleiri en ein fjölskylda í húsunum í einu. Árið 1936 auglýsti Helgi Daníelsson, búsettur þarna, herbergi til leigu “á góðum stað í bænum”. Ekki kemur þó fram hvort herbergið, sem einnig gat leigst með aðgangi að eldhúsi og baði var í þessu tiltekna húsi en það verður að teljast líklegast. Húsið er í góðu standi og er að mínum dómi til prýði í götumyndinni. Það myndar skemmtilega þrenningu ásamt húsum númer 2 og 4. Myndin er tekin þ. 12.júní 2015.

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrarbæjar, Fundagerðir 1930-35, Fundur 707, 16.sept 1933 Varðveitt á Héraðskjalasafninu á Akureyri.

Tenglar í texta vísa beint í heimildir af timarit.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • P8291011
  • IMG 1478
  • IMG 1480
  • IMG 1476
  • IMG 1479

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 7
  • Sl. sólarhring: 92
  • Sl. viku: 756
  • Frá upphafi: 417038

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 506
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband