Hús dagsins: Fjólugata 7

P1010009Þann 16.september 1933 kom bygginganefnd saman á fundi. Eitt erindi var afgreiðsla bréfs sem dagsett var þann 14. frá Jóhanni Indriðasyni þar sem hann sækir um lóð við Fjólugötu, næst vestan við lóð Þorgríms Þorsteinssonar. [Mér þótti einsýnt að hús Jóhanns hlyti að vera Fjólugata 5, þar eð ljóst var að Þorgrímur Þorsteinsson átti númer 3. Hins vegar vill svo til að þetta byggingaleyfi er afgreitt einum og hálfum mánuði áður en Friðgeir H. Berg fékk lóð nr. 5 ] Ekki gekk það alveg snurðulaust fyrir sig að fá lóðina því nefndin bókar eftirfarandi: Þar sem nefndinni er ekki kunnugt um að þessi maður sé búsettur í bænum, vill hún kynna sér ástæður hans til að geta byggt, áður en hún leggur til að honum verði leigð lóðin (Bygg.nefnd Ak. 1933: nr. 707)

  En þremur vikum síðar hefur Jóhann fengið grænt ljós frá Bygginganefnd, því 7.október er honum leyft að byggja hús, 7,6 x 6,6m ein úr timbri á steinsteyptum kjallara og húsið járnvarið en ekki mátti reisa timburhús öðru vísi en svo að þau væru járnklætt. Og árið 1934 var risið á Fjólugötu 7 hús það er enn stendur, byggt eftir teikningum Halldórs Halldórssonar. Á hæð voru stofur, svefnstofa og eldhús en geymslur og þvottahús á efri hæð. Og enda þótt húsið sé aðeins um 45 fermetrar á grunnfleti var það nú svo að árið 1940 bjuggu þarna alls 14 manns.

    Fjólugata 7 er einlyft timburhús á háum steyptum kjallara með lágu aflíðandi risi. Húsið er klætt “skeljasands” plötum og í gluggum eru krosspóstar en bárujárn á þaki. Að öllum líkindum er húsið lítið breytt frá upphaflegri gerð. Það er í grófum dráttum mjög svipað næstu húsum, en er það eina í röðinni 1-9 sem ekki hefur inngöngudyr í kjallara á framhlið. Húsið er í góðri hirðu og sömu sögu er að segja um lóðina. Myndin er tekin 12.6.2015.

 

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrarkaupstaðar: Fundagerðir 1930-35, Fundur 707, 16.sept 1933.

Fundur nr. 709, 7.okt. 1933. Varðveitt á Héraðskjalasafninu á Akureyri.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • P8291011
  • IMG 1478
  • IMG 1480
  • IMG 1476
  • IMG 1479

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 89
  • Sl. viku: 750
  • Frá upphafi: 417032

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 505
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband