Hús dagsins: Fjólugata 8

Árið 1932 fékk Ósk Jóhannesdóttir lóð næst vestan þeirra tveggja lóða sem Ólafur Ágústsson hafði fengið (Fjólugata 2 – 6) og leyfi til að byggja þar hús.P5140028 Húsið skyldi vera timburhús, 9x7,50 metrar ein hæð með porti og risi og kvisti á steyptum kjallara og fylgdi sögunni að kjallaraveggir mættu ekki vera þynnri en 24 cm og húsið yrði að járnverja.

Árið 1933 byggðu Ósk og maður hennar, Anton Ásgrímsson útgerðarmaður, hús það sem enn stendur en teikningar gerði Tryggvi Jónatansson. Fjólugata 8 er timburhús á háum kjallara með háu portbyggðu risi og miðjukvisti á framhlið og smærri kvisti með hallandi þaki á bakhlið. Á vesturgafli er einlyft viðbygging, steypt með skúrþaki byggð um 1970 sem stofa. Á austurgafli eru inngöngudyr og steyptar tröppur upp að þeim. Veggir eru klæddir steinblikki en bárujárn er á þaki. Krosspóstar eru í flestum gluggum hússins, tvískiptir breiðir á framhlið. Við skoðun á  upprunalegum teikningum hússins mætti ætla að tvær íbúðir hafi verið í húsinu í upphafi. Alla vega eru þar tvö eldhús í húsinu, annað á hæð en hitt í norðurkvisti í risinu. Árið 1936 eru auglýst 2-3herbergi til leigu ásamt eldhúsi í Fjólugötu 8. Svo virðist sem húsið sé mest lítið breytt frá upphaflegri gerð, ef frá er talin viðbyggingin að vestan. Húsinu er vel við haldið og lítur vel út. Það er ekki ósvipað mörgum timburhúsum frá aldamótum 1900 t.d. húsaröðinni syðst í Norðurgötu. Það er nokkuð frábrugðið aðliggjandi húsum að austan, háreistara og mynda hús nr. 8 og 10 nokkurs konar samstæðu, bæði með háu risi og miðjukvisti. Frá og með 12 taka hins vegar við nokkuð yngri hús (1940-45), með öðruvísi lagi. 

Ekki er hægt að fjalla um Fjólugötu 8 án þess að mP7220106innast á lóðina en garðurinn er ábyggilega með þeim gróskumeiri á Eyrinni. Hann er þétt skipaður miklum reynitrjám og ljóst að ötult garðyrkjufólk hefur búið þarna. Bakvið reynitrén má svo greina gullregn nær húsinu. Húsið er eitt þeirra húsa sem ógerningur er að mynda að sumarlagi vegna laufskrúðs. Ekki er þó garðurinn minna glæsilegur yfir veturinn þegar mjöllin prýðir trén. Þessi mynd af Fjólugötu 8 er tekin að vorlagi, 14.maí 2015, en myndina af garðinum tók ég um hásumar þann 22.júlí sl. 

 

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrarkaupstaðar: Fundagerðir 1930-35, Fundur nr. 687, 21.nóv. 1932. Varðveitt á Héraðskjalasafninu á Akureyri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 175
  • Sl. sólarhring: 196
  • Sl. viku: 784
  • Frá upphafi: 419875

Annað

  • Innlit í dag: 133
  • Innlit sl. viku: 621
  • Gestir í dag: 130
  • IP-tölur í dag: 127

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband