Hús dagsins: Fjólugata 9

Karl Grant reisti Fjólugötu 9 árið 1934 eftir teikningum Halldórs Halldórssonar. P1010008Húsið er einlyft steinhús með lágu risi og á háum kjallara, líkt og öll næstu hús. Grunnflötur er ferningslaga ef marka má upprunalegar teikningar, þ.e. 7,5x7,5m að grunnfleti. Inngangar eru á miðri framhlið og á vesturhlið. Bárujárn er á þaki og T-laga póstar í gluggum en langur stigagangsgluggi á vesturhlið. Húsið hefur alla tíð verið íbúðarhús en mögulega hafa fleiri en ein fjölskylda búið þarna samtímis á árum áður. Árið 1972 var reistur bílskúr áfastur húsinu að austan og um 1997 voru byggðar svalir úr timbri á suðurhlið, með uppgöngutröppum. Ástand hússins og lóðar virðast eins og best verður á kosið. Ein íbúð er í húsinu. Þessi mynd er tekin 12.júní 2015.

Fjólugata 9 er efst í röð svipaðra húsa, sem öll eru byggð 1933-34 og standa við númer 1-9. Handan götunnar eru hús nr. 2-6 einnig að svipaðri gerð. Þetta eru einföld og látlaus hús, ýmist timburhús eða steinhús og flest lítið breytt frá upphafi, a.m.k. hefur engu húsið verið raskað svo að það stingi í stúf við götumynd. Hér er um að ræða hús alþýðufólks, sem þó virðast hafa verið býsna vönduð að allri gerð.  Eru þau flest í góðu standi og vel við haldið. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • P8291011
  • IMG 1478
  • IMG 1480
  • IMG 1476
  • IMG 1479

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 89
  • Sl. viku: 750
  • Frá upphafi: 417032

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 505
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband