Hús dagsins: Fjólugata 10

Húsið á Fjólugötu 10 reisti Ólöf Guðmundsdóttir árið 1934. P7220109Hún fékk haustið 1933 lóð og leyfi til að reisa hús næst vestan við hús Óskar Jóhannesdóttur, einnar hæðar steinsteypt með porti og risi og kvistum, 10x7,6m að grunnfleti. Fjólugata 10 er steinsteypt hús með miðjukvisti, einlyft á háum kjallara. Snýr húsið A-V og er inngönguskúr og tröppur á austurhlið en á bakhlið er steinsteypt viðbygging (bílskúr) og ofan á honum sólskýli. T-póstar eru í flestum gluggum hússins og bárujárn er á þaki. 

Ólöf bjó um áratugaskeið í húsinu ásamt manni sínum, Sigfúsi Baldvinssyni útgerðarmanni en a.m.k. hefur verið tvíbýlt í húsinu um 1942. Þá bjó einnig í húsinu Páll A. Pálsson og sá flutti inn og seldi alls kyns vélar og tæki frá Englandi og Ameríku, m.a. pylsuskurðarvélar, úrbeiningarvélar, dósamiða og umbúðir og smjörlíkisgerðarefni. Enda þótt húsið hafi alla tíð verið íbúðarhús þá var hér einnig starfrækt nuddstofa á fyrri hluta 9.áratugarins, þ.e. Nuddstofa Brynjólfs. Nú er húsið einbýlishús.

Fjólugata 10 er stórglæsilegt hús og í góðri hirðu. Það er með svipuðu lagi og hús nr.8, með háu risi og kvistum og eru húsin nokkuð háreistari en næstu hús. Húsin mynda skemmtilega tvennd í götumyndinni og eru frábrugðin öðrum húsum við götuna. Þá er lóðin einnig vel gróin m.a. birki- og reynitrjám og er til mikillar prýði. Þessi mynd er tekin 22.7.2015.

 

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrarkaupstaðar: Fundagerðir 1930-35. Fundur nr. 708, 22.sept. 1933. Varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • P8291011
  • IMG 1478
  • IMG 1480
  • IMG 1476
  • IMG 1479

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 89
  • Sl. viku: 750
  • Frá upphafi: 417032

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 505
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband