Kaffi og feitur vindill

Ég hef einhvers staðar minnst á það hér að ég sé skáti, og mögulega einnig að ég hafi í rúman áratug farið með skátasveitir í útilegur. Í skátaútilegum gerist margt, sumt leiðinlegt en miklum mun fleira skemmtilegt, jafnvel bráðfyndið. Eitt af því fyndnara sem ég man eftir að hafa heyrt í útilegu átti sér stað í Fálkafelli að mig minnir í nóvember 2005. Ekki man ég þetta allt í smáatriðum en einhvern vegin svona var þetta- vel má vera að aðrir þátttakendur muni þetta allt öðru vísi.

Á hádegi á laugardeginum í útilegu þessari  var verkefnið að elda úti á frumstæðum hlóðum. Bröltum við þá út með stóran pott og röðuðum einhverjum steinum upp á melnum norðan skálans. Ekki var hlaupið að því, snjór var yfir öllu og jörð gaddfreðin en einhverju náðum við að hlaða upp og eftir dágóða stund náðum við að kveikja undir pottinum. Nú skyldu eldaðar núðlur úr pakka. Þegar hitað er yfir  eldi skiptir mestu máli að ná glóðum, því glóðin gefur mesta hitann. En glóðin var yfirleitt lítil þarna  en reykur hins vegar umtalsverður enda slokknaði ítrekað undir pottinum. Einhver stakk upp á því að fara bara með þetta inn í skála og elda krásirnar á gasinu þar en ég vildi sko ekki heyra á það minnst. Á DAGSKRÁNNI VAR ÚTIELDUN OG ÚTIELDUN SKYLDI ÞAÐ VERA!!!yell Að lokum ákváðum við að núðlurnar hlytu nú að vera soðnar, þá var klukkan langt gengin í tvö að mig minnir. Skemmst er frá því að segja að núðlurnar voru rétt rúmlega volgar og með vatnsbragði þar sem kryddið hafði verið alltof lítið í hlutfalli við vatnið- og gott ef þær höfðu ekki dregið í sig bragð úr reyknum. Þannig að hádegismaturinn voru volgar, hálfsoðnar, hálfreyktar núðlur með vatnsbragði. Fæstir drengjanna tóku vel til matar síns en einhverjir gerðu þessu "ljúfmeti" góð skil. Mér fannst algjörlega óborganlegt, þegar ég heyrði einn þeirra segja: Djöfull var þetta gott. Eftir svona máltíð væri maður bara til í kaffi og feitan vindil ! smile (Líklegt þykir mér að drengurinn hafi mögulega haft frægt atriði úr kvikmyndinni Englum Alheimsins í huga)

PA250048

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í borðsalnum í Fálkafelli. Myndin er tekin 25.okt. 2008, Fálkaskátasveitin Ernir situr við spil eftir kvöldvöku og úti geysar öskrandi brjáluð stórhríð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • PA040027
  • IMG 1503
  • IMG 1501
  • IMG 1500
  • P8291011

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 14
  • Sl. sólarhring: 51
  • Sl. viku: 490
  • Frá upphafi: 417711

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 337
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband