Hús dagsins: Gránufélagsgata 7

 

Fá íbúðarhús standa við Gránufélagsgötuna ofan Glerárgötu. P7240118Þau hafa nokkur týnt tölunni gegn um tíðina en á horni Gránufélagsgötu og Laxagötu stendur þó tvílyft steinhús. Það er eitt af elstu húsum við götuna, líklega það þriðja elsta en aðeins númer 18 og 20 eru eldri.

En Gránufélagsgötu 7 reistu þau Ingvar Ingvason og Guðrún Rósa Magnúsdóttir árið 1912, en húsið var þó ekki fullklárað fyrr en um 1915. Húsið er tvílyft steinsteypuhús með háu risi. Það stendur á lágum grunni, kjallaralaust og á norðurhlið hússins er lítill skúr. Í gluggum eru þverpóstar með þrískiptum efri póstum en í risi eru krosspóstar. Bárujárn er á þaki.

Árið 1912 fékk Ingvar Ingvason leyfi til að byggja hús á túni Vigfúsar Sigfússonar, á horni Gránufélagsgötu og Túngötu, tvílyft 10x12 álnir að stærð og með 2,5al. Tröppu á vesturstafni. Þá áskildi nefndin að settir væru “ 2 gluggar á lopthæð hússins á austurstafni”. Ekki fylgir sögunni hvaða ástæður láu þar að baki. Síðla árs 1914 óskar Ingvar eftir að fá að byggja skúr 2,5x2,5m norðan við hálfbyggt hús sitt. Þar stillir Bygginganefnd honum upp við vegg; að hann skuli klára húsið innan árs frá dagsetningu fundargerðar, ellegar falli húsbyggingarleyfi hans úr gildi! Svo virðist sem Ingvar hafi lokið við húsið- því réttum hundrað árum síðar stendur það enn !

Í Fasteignamati árið 1918 er húsinu lýst sem íbúðarhúsi úr steinsteypu, með pappaklæddu þaki, einlyft með lágu risi, ein íbúð 4 herbergi auk geymslu, 7,5x6,3m að grunnfleti. Húsið er þá virt á 1800 kr en lóð, sem þá var eign Ragnars Ólafssonar var metin á kr. 1000. Árið 1920 fékk Ingvari leyfi til að setja “vinkilris” á hús sitt, auk þess sem honum leyft að færa dyr af vesturstafni yfir á þann eystri. Hefur húsið þá líkast til fengið það útlit sem það hefur nú. Margir hafa átt heima í Gránufélagsgötu 7 gegn um tíðina. Ingvar og Guðrún bjuggu líkast til þarna til ársins 1933 en þá fluttust þau til Reykjavíkur. Hér er viðtal við Guðrúnu frá 1966 en þá náði hún 100 ára aldri. Nú eru í húsinu tvær íbúðir og hefur verið svo um áratugaskeið. Húsið er í ágætu standi og sómir sér vel í umhverfi sínu. Myndin er tekin þ. 24.júlí 2015.

 

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrarbæjar. Fundargerðir 1902-21:

Fundur nr. 373, 17.sept 1912

Fundur nr. 399, 7.nóv 1914

Fundur nr. 475, 5.maí 1920

Óútgefin rit en innbundin afrit af öllum fundargerðum Bygginganefndar eru varðveittar á Héraðskjalasafninu.

Fasteignamat á Akureyri 1918. Varðveitt á Hskj.s Ak.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • P8291011
  • IMG 1478
  • IMG 1480
  • IMG 1476
  • IMG 1479

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 13
  • Sl. sólarhring: 96
  • Sl. viku: 762
  • Frá upphafi: 417044

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 512
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband