Hús dagsins: Oddagata 3

Fyrir réttum 90 árum, eða 17.október 1925 fékk Eggert Melsteð, slökkviliðsstjóri, lóð norðan við “svokallað Melhús” og leyfi til að reisa þar íbúðarhús. P7150121
Skyldi það vera einlyft úr timbri með porti og risi og kvisti í gegn og ca. 1 metra framskoti á hálfri húslengd. Þessi lýsing passar að mestu við Oddagötu 3, að því undanskildu að húsið er steinsteypt.

Oddagata 3 er afar stórbrotið hús, það er í raun tvær álmur, önnur snýr stafni að götu en bakálma gengur úr húsinu sunnanverðu- eins og í beinu framhaldi af kvisti á framhlið. Ekki átta ég mig nákvæmlega hvað átt er við með “framskoti” en mögulega er vísað til þess, að kvistur syðst á húsinu er það sem ég kalla “framstæður” þ.e. gengur örlítið fram úr þaki og nær út fyrir veggi. Á bakhlið er einnig kvistur með hallandi þaki en þar er einnig inngönguskúr á norðurhorni bakhliðar og kemur þak hans í beinu framhaldi af þakskeggi. Einnig er inngangur á framhlið og steyptar tröppur að inngöngudyrum. P7150122Í gluggum eru ýmist þverpóstar á neðri krosspóstar á efri hæð en bárujárn er á þaki. Húsið hefur alla tíð verið íbúðarhús og ekki er að sjá auglýsingar um verslun eða iðnað í gagnasafni timarit.is, en Eggert Melsteð kemur nokkuð oft fyrir í bæjarblöðunum Degi og Íslendingi á 4.áratugnum þar sem hann gegndi stöðu slökkviliðsstjóra. Vorið 1936 er sólrík stofa auglýst til leigu í Oddagötu 3 og gæti ég ímyndað mér að sú stofa hafi verið í kvisti eða suðurálmu. Samkvæmt Húsakönnun frá 2014 mun húsið að mestu óbreytt frá upprunalegri gerð og er ekki talið hafa sérstakt varðveislugildi umfram önnur hús í Oddagötunni. Húsið virðist í góðu standi en það hlaut miklar endurbætur fyrir um tveimur áratugum m.a. var þak endurnýjað. Tvær íbúðir eru í húsinu, hvor á sinni hæð. Myndirnar eru teknar þ. 15.júlí 2015.

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrarbæjar. Fundargerðir 1921-30. Fundir nr. 575, 17.10.1925 og nr. 9.11.1925 . Varðveitt á Héraðskjalasafninu á Akureyri.

Landslag arkitektastofa 2014. Akureyrarbær Miðbær- Húsakönnun. Unnið fyrir Akureyrarbæ. Óprentað, pdf aðgengilegt á slóðinni http://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/midbaer_husakonnun-2014.pdf

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • P8291011
  • IMG 1478
  • IMG 1480
  • IMG 1476
  • IMG 1479

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 89
  • Sl. viku: 750
  • Frá upphafi: 417032

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 505
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband