Hús dagsins: Oddagata 7

Oddagötu 7 reistu þeir Skarphéðinn Ásgeirsson og Halldór Jónsson eftir teikningum Halldórs Halldórssonar. P7150115Húsið er  tvílyft steinsteypuhús á kjallara í anda funkisstefnu; “kassalaga” með horngluggum, aflíðandi einhalla þaki og með steyptum þakkanti og steyptum römmum utan um glugga, en þeir gefa húsinu ákveðinn svip. Þverpóstar eru í gluggum en á teikningum eru sýndir margskiptar rúður. Inngangur og steyptar tröppur upp að honum er á norðvesturhorni, líkt og raunar er á flestum húsum við Oddagötuna. Húsið hefur frá upphafi verið skipulagt sem tveggja íbúða hús, hvor íbúð á sinni hæð og teikningum er gert ráð fyrir geymslum og þvottahúsi, auk verkstæðis í kjallara. Húsið mun að mestu óbreytt frá upprunalegri gerð. Eins og gengur og gerist með Funkishús, a.m.k. að dómi þess sem þetta ritar, er húsið til mikillar prýði, enda glæsilegt hús og vel við haldið. Húsið stendur, eins og raunar Oddagatan öll, á nokkuð áberandi stað í bænum og blasir t.d. vel við neðan úr Miðbæ og af Eyrinni. Þá virðist lóð hússins einnig vel frágengin og snyrtileg. Tvær íbúðir eru í húsinu, ein á hvorri hæð. Þessi mynd er tekin þ. 15.júlí 2015.

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrarbæjar. Fundargerðir 1930-35. Fundur nr. 583, 23.1.1933 .

Varðveitt á Héraðskjalasafninu á Akureyri.

Landslag arkitektastofa 2014. Akureyrarbær Miðbær- Húsakönnun. Unnið fyrir Akureyrarbæ. Óprentað, pdf aðgengilegt á slóðinni http://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/midbaer_husakonnun-2014.pdf

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • P8291011
  • IMG 1478
  • IMG 1480
  • IMG 1476
  • IMG 1479

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 86
  • Sl. viku: 750
  • Frá upphafi: 417032

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 505
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband