Hús dagsins: Gilsbakkavegur 1a

Oddagata og Gilsbakkavegur tengjast að neðanverðu í stuttum boga þar sem á aðra hönd standa efstu hæðir stórhýsanna við Hafnarstræti 95-99 (Krónan, Amarohúsið) en á hina hornhús gatnanna tveggja, númer 1. Á milli þeirra stendur eitt hús, sem telst standa við Gilsbakkaveg 1a. Um er ræða tvílyft steinsteypuhús í Funkisstíl, byggt 1935.P8180227 Upprunalega taldist húsið á lóð Kristjáns Sigurðssonar kennara í Oddagötu 1 en í Manntali 1940 telst húsið vera nr. 1A við Gilsbakkaveg. Þá búa þar alls 11manns, þau Eggert og Guðrún Melstað ásamt börnum og tvær mæðgur Guðrún Sæunn Sæmundsdóttir og Sigríður Ólafsdóttir. Eggert og Guðrún reistu einmitt húsið árið 1935 en Kristján Sigurðsson fékk leyfi fyrir byggingunni í umboði Eggerts. Nefndin vildi ekki leyfa timburloft á milli hæða heldur krafðist hún steinlofts. Húsið var sagt 8,5x8,8m. Sem þýðir að aðeins munar 30 cm að grunnflötur hússins sé fullkomlega ferningslaga. Húsið er tvílyft steinsteypuhús [innskot: í bókun Bygginganefndar er húsið sagt ein hæð á kjallara] með flötu þaki þaki. Horngluggar, eitt helsta einkenni funkisstefnunnar í húsagerð hérlendis eru á suðurhlið en einfaldir þverpóstar í gluggum. Húsið er íbúðarhús og hefur alla tíð verið og er líkast til að mestu leyti óbreytt frá upprunalegri gerð. Það er skemmtilega einfalt og látlaust eins og títt er með funkishús. Ein íbúð er í húsinu. Þessi mynd er tekin 18.ágúst 2015.

 

Heimildir. Bygginganefnd Akureyrarbæjar. Fundargerðir 1921-30. Fundur nr. 741, 24.apríl 1935

Manntal á Akureyri 1940.

Óútgefin og óprentuð rit, varðveitt á Héraðskjalasafninu á Akureyri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • P8291011
  • IMG 1478
  • IMG 1480
  • IMG 1476
  • IMG 1479

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 10
  • Sl. sólarhring: 94
  • Sl. viku: 759
  • Frá upphafi: 417041

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 509
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband