Hús dagsins: Gilsbakkavegur 5

Árið 1926 fékk Ingimar Eydal kennari og ritstjóri leyfi til að reisa tvílyft steinsteypuhús, 10,5 x 9 m [ þ.e. um 95 fermetrar að grunnfleti] á eignarlóð KEA, beint vestur af Syðra Melshúsi. P8180225Ári síðar fékk hann leyfi til að setja litlar svalir á norðvesturhorn húss síns, sem þar er sagt standa við Oddagötu. (Heitið Gilsbakkavegur virðist ekki koma til sögunnar fyrr en eftir 1927). En árið 1930 telst húsið standa við Gilsbakkaveg 5 og er þá efsta húsið við götuna, enda voru næstu hús ofan við voru ekki reist fyrr en 1945-6. Þá búa í húsinu alls 20 manns, m.a. Ingimar og Guðfinna Eydal en einnig Þorleifur Þorleifsson og Rósa Leósdóttir.

Gilsbakkavegur 5 er af nokkuð algengri gerð steinhúsa frá þriðja áratug 20.aldar. Húsið er tveggja hæða steinsteypuhús á kjallara og með háu risi, örlítill kvistur er á vesturhlið. Veggir eru múrsléttaðir en bárujárn á þaki en þverpóstar í gluggum. Inngangar eru á austur og vesturhlið en sólpallur á norðvesturhorni og timbursvalir ofan hans. Húsið er í góðu standi og mun að mestu óbreytt frá upphafi a.m.k. að ytra byrði. Það finnast a.m.k. engar teikningar af breytingum á húsinu á vef Landupplýsingakerfis Akureyrarbæjar. Alls eru þrjár íbúðir í húsinu, ein í risi og hvor íbúðin á sinni hæð. Þessi mynd er tekin þ. 18.ágúst 2015.

 

Heimildir. Bygginganefnd Akureyrarbæjar. Fundargerðir 1921-30. Fundur nr. 582, 22.3.1926. Fundur nr. 599, 18.7.1927.

 

Manntal á Akureyri 1930.

Óútgefin og óprentuð rit, varðveitt á Héraðskjalasafninu á Akureyri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • P8291011
  • IMG 1478
  • IMG 1480
  • IMG 1476
  • IMG 1479

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 7
  • Sl. sólarhring: 92
  • Sl. viku: 756
  • Frá upphafi: 417038

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 506
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband