Hús dagsins: Gránufélagsgata 23

Ég hef nokkuð haldið mig við Neðri Brekku síðustu vikur en nú liggur leiðin niður á Oddeyri, líkt og í síðustu færslu. Ég mun næstu vikurnar taka fyrir "eitt og eitt" hús á þessu svæði. Hér berum við niður á Gránufélagsgötu.

 

Snorri Jónsson timburmeistari reisti endur fyrir löngu verkstæðishús á þessari lóð, og taldist það bakhús við Norðurgötu 11, en það hús reisti Snorri um 1880. P9290005Hermundur Jóhannesson eignaðist það hús um 1920 og stækkaði það og byggði upp og sótti einnig um byggingarleyfi fyrir nýju húsi á baklóðinni árið 1927. Ekki virðist hann hafa nýtt það leyfi en vorið 1934 fékk hann leyfi til að reisa steinsteypt hús á tveimur hæðum, kjallaralaust, 8,2x9,5m að stærð. Teikningar að húsinu gerði Tryggvi Jónatansson en Steinn Steinsen verkfræðingur mun hafa annast járnateikningu.

Gránufélagsgata 23 er tvílyft steinsteypuhús með flötu þaki. Elsta álma hússins er svo til ferningslaga að grunnfleti en tvívegis hefur verið byggt við húsið, 1948 og 1976 og er pússning á veggjum viðbygginga. Elsti hluti hússins er hins vegar klæddur steinmulningi með hrafntinnu og kvartsi er hönnunin talin undir áhrifum frá byggingu Þjóðleikhússins, (Guðný Gerður og Hjörleifur 1995: 83) en Steinn Steinsen kom einnig að byggingu þess. Gluggapóstar eru ýmis konar, á vesturhlið er gluggi sem ég kalla einfaldlega “stóran stofuglugga”, en einnig eru á húsinu þverpóstar með þrískiptum opnanlegum fögum, einfaldir lóðréttir póstar og margpósta gluggar á neðri hæð. Á vesturhlið er inngangur og litlar svalir beint ofan við hann. Sem áður segir hefur tvívegis verið byggt við húsið, í fyrra skiptið var byggð einlyft bygging með svölum á norðurhlið en árið 1976 var sú bygging hækkuð til jafns við upprunalegt hús. Neðri hæð var löngum verkstæði, þar rak Jóhannes Hermundarson lengi líkkistuvinnustofu en bjó á efri hæð ásamt fjölskyldu sinni. Húsið er talið hafa nokkurt gildi vegna sérstakrar gerðar, enda er húsið einkar skemmtilegt útlits. (A.m.k. að dómi þess sem þetta ritar) Almennt eru fallegustu götumyndirnar og heildirnar taldar þær sem skipa svipuð hús að gerð. En andstæður geta einnig verið skemmtilegar og þar mynda Gránufélagsgata 23 og Norðurgata 11 skemmtilega tvennd, fulltrúi timburhúsa 19.aldar annars vegar og nýmóðins steinsteypuhúsa 20. aldar hins vegar. Þessi mynd er tekin 29.sept. 2015.

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrarbæjar. Fundargerðir 1930-35. Fundur nr.722, 31.maí 1934.

Héraðsskjalasafnið á Ak. (óprentað, óútg.)

Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1995). Oddeyri Húsakönnun. Minjasafnið á Akureyri.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • P8291011
  • IMG 1478
  • IMG 1480
  • IMG 1476
  • IMG 1479

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 15
  • Sl. sólarhring: 97
  • Sl. viku: 764
  • Frá upphafi: 417046

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 514
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband