Hús dagsins: Brekkugata 5b

Brekkugata 5b er hús sem lætur ekki mikið yfir sér, enda stendur það í porti á bakvið tvö hærri hús. P8180222En húsið reisti Guðmundur Ólafsson snikkari í Brekkugötu 5 árið 1905. Hann fékk leyfi til að reisa bakhús á lóð sinni, 10x6al (u.þ.b. 6,6x4m). Mælt var fyrir um að húsið væri í sömu línu og framhús og með safngryfju steinsteyptri norðan við, sem ekki mátti ná lengra norður en jafnt íbúðarhúsi. Fjarlægð milli húsa skyldi vera 26 álnir eða um 15metrar. En Brekkugata 5b er einlyft timburhús á háum kjallara eða jarðhæð með lágu risi. Lóðrétt panelklæðning er á veggjum en sexrúðupóstar í gluggum og bárujárn á þaki. Líklega hefur húsið í upphafi verið geymslu eða verkstæðishús í upphafi en þarna eru ekki skráðir íbúar í Manntali 1910. Árið 1920 búa í húsinu sex manns, Sigurlína Baldvinsdóttir og Davíð Einarsson ásamt tveimur börnum þeirra, Karli og Indíönu og tengdasyni, Sigurjóni Benediktssyni. Auk þeirra er leigjandi, Rósa Illugadóttir. Elsta heimildin um Brekkugötu 5b sem finnst á timarit.is er frá febrúar 1937, auglýsing frá Kristjáni S. Sigurðssyni um spunavél til sölu. Ég sé ekki auglýsingar um neina verslun eða þjónustu í húsinu við uppflettingu í þeim nærri botnlausa sarpi sem timarit.is er. En ljóst er að búið hefur verið í húsinu sl. 100 árin eða svo og í dag er ein íbúð í húsinu. Húsið var allt tekið til gagngerra endurbóta árið 1994 enda virðist húsið í góðu standi eða sem nýtt. Þá mun þaki hússins haf verið breytt úr einhalla þaki í lágt ris. Þessi mynd er tekin þ. 18.ágúst 2015.

 

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrarkaupstaðar. Fundargerðir 1902-21. Fundur nr. 286, 28.ágúst 1905. Varðveitt á Héraðskjalasafninu á Akureyri.

Landslag arkitektastofa 2014. Akureyrarbær Miðbær- Húsakönnun. Unnið fyrir Akureyrarbæ. Óprentað, pdf aðgengilegt á slóðinni http://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/midbaer_husakonnun-2014.pdf

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 49
  • Sl. sólarhring: 56
  • Sl. viku: 456
  • Frá upphafi: 420156

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 329
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 30

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband