Myndefni af ýmsum toga

Hér ætla ég að birta  nokkrar myndir sem ég hef tekið á síðustu misserum af ýmsu sem mér hefur þótt áhugavert. Lesendur geta síðan ýmist verið sammála eða ósammála mér um það, hvort það sem á myndunum er, telst áhugavert eður ei.

 

P7060053

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

SUNDKENNSLA. Þessar ungu endur létu mig  ekki trufla sig í sundtíma þeirra sem fram fór við Oddeyrarbryggju þ. 6.júlí 2015.

P8160177

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

"Ó HVE GOTT Á LíTIL LIND". Grunnvatn seytlar um sprungur í bergi og jarðvegi og þar sem grunnvatnsæðar opnast streyma fram lindir. Þessa uppsprettu má finna í litlum kletti einum við Dalsbraut á efri Brekkunni, en hún hefur líkast til opnast þegar klöppin var sprengd fyrir lagningu brautarinnar 2003-4. Myndina tók ég þann 16.ágúst 2015.

 

 

P9200005

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

SÚLUR Í MÓÐU. Þann 20.september 2014 lá nokkuð þykkt og sérkennilegt mistur yfir Eyjafirði. Þarna var Holuhraunsgosið nýhafið en ekki er ég viss um að tengsl hafi verið þar á milli. Hér er horft frá Eyjafjarðarbraut eystri, neðan við bæinn Eyrarland.

P7240111

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

VALLHUMALLINN Á KANTINUM. Malbikinu og gróandanum er gjarnan stillt upp sem andstæðum. En það er víst ekki svo að eitt útiloki annað í þeim efnum eins og þessi mynd, sem tekin er á Hjalteyrargötu 24.júlí 2015. Séu á annað borð við  ákjósanleg uppvaxtarskilyrði til staðar vaxa plöntur upp af fræjum og ekki þarf plássið að vera mikið.  Í Kristnihaldi undir Jökli lýsir Halldór Laxness einhversstaðar steyptum tröppum þar sem skiljast má að steypan  hafi m.a. verið drýgð með mold og sandur hlutfallslega of mikill svo þar uxu hinar ýmsu plöntutegundir þ.á.m. hið hvíta smáblóm músareyra. Og gott ef þessar tröppur voru ekki á bæ Tuma Jónssen, safnaðarformanns. Hér er mold til staðar í kverk milli malbikaðrar stéttar og steypts kantsteins og þar vex m.a. þessi fíni vallhumall.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 57
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 464
  • Frá upphafi: 420164

Annað

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 336
  • Gestir í dag: 35
  • IP-tölur í dag: 35

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband