Hús dagsins: Brekkugata 30

 

Snemma árs 1922 sótti Jónas Þór verksmiðjustjóri um lóð austan Brekkugötu, norðan við tún Axels Kristjánssonar. P1100327
Tún Axels hefur þannig að öllum líkindum verið á svipuðum slóðum og Akureyrarvöllur eða áhorfendastúka hans er í dag. Fékk Jónas 400 fermetra lóð eftir útmælingu og fékk um sumarið leyfi til að reisa steinhús, 10,8x8,2m að stærð, einlyft með háu risi og á kjallara. Húsið er eitt margra sem húsa sem byggingafræðingurinn og athafnamaðurinn Sveinbjörn Jónsson teiknaði á 3. og 4.áratugnum. Upprunalegar teikningar eru ekki aðgengilegar gegnum Infrapath upplýsingar, en hér eru teikningar af gluggabreytingum sem gerðar voru 1992.

Brekkugata 30 er einlyft steinsteypu- og r-steinshús með háu risi og á lágum kjallara. Ris hússins er gaflsneitt og eru á húsinu tveir kvistir með hallandi þökum. Krosspóstar eru í gluggum og á þaki er svokallað stallað bárujárn- járn sem minnir nokkuð á skífuklæðningu. Hef ég kallað svona klæðningu skífustál. Timburverönd eða sólpallur er á vesturhlið hússins en einnig eru verandir á austurhlið og forstofubygging við kjallara. Húsið stendur á horni Brekkugötu og Klapparstíg og snýr framhlið hússins og suðurgafl að síðarefndu götunni en bakhlið að Brekkugötu. Er húsið syðst húsa við götuna austanverða, norðan Oddeyrargötu. Brekkugata 30 hefur að öllum líkindum alla tíð verið íbúðarhús. Það lítur vel út og er í góðu standi og samkvæmt húsakönnun sem vísað er til hér að neðan nýtur húsið varðveislugildis sem hluti af þeirri merku heild sem húsaröðin við Brekkugötu er. Gaflsneiðingurinn gefur húsinu óneitanlega skemmtilegan svip og er það einkenni húsinu og hinum tveimur næstu norðan við. Sunnan við húsið stendur fallegt kirsuberjatré, eitt fárra slíkra á Akureyri. Því miður á ég ekki til mynd af trénu - og eðlilega var lítið um laufskrúð eða blóm þegar ég var á ferðinni að mynda Brekkugötuhúsin þann 10.janúar sl.

Hér er horft frá Glerárgötu upp að Brekkugötu og Klapparstíg. Jónas Þór fékk úthlutað lóð norðan við tún Axels Kristjánssonar. Líklegt er, að það hafi verið á svipuðum slóðum og áhorfendasvæði Akureyrarvallar.

Brekk30_afstada

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrarbæjar. Fundargerðir 1921-30. Fundur nr. 507, 3.feb 1922

Nr. 518, 13.júlí 1922. Óprentað og óútgefið, varðveitt á Héraðskjalasafninu á Akureyri.

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • PA040027
  • IMG 1503
  • IMG 1501
  • IMG 1500
  • P8291011

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 15
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 432
  • Frá upphafi: 417801

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 243
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband