Tilraun með göngunesti

Af og til hef ég skotist upp á fjöll eða óbyggðir gegn um tíðina- þó drjúgur hluti minna göngutúra fari fram innan þéttbýlismarka Akureyrar. Í einni Súlnagöngu ákvað ég að gera eina tilraun með nesti, sem ég ætla að rekja hér. Þannig var mál með vexti, að í gönguferðum- oftar en ekki þegar langt var liðið á og ég orðinn þreyttur og svangur - lét ég huga reika til  "gúmelaðis" á borð við hamborgara, pizza, samloka og gosdrykkja eða alls konar brasaðra stórsteika. Vitaskuld hafði maður aldrei slíkt meðferðis - og hef aldrei haft - utan þetta eina skipti sem segir frá hér. En í þessari tilteknu Súlnagöngu ákvað ég að taka með mér langloku með einhvers lags sinnepsmajónessósu, skinku, ananas og einhverju slíku- þetta var eiginlega eins nálægt hefðbundnu "skyndibita-sjoppu-fæði" og hægt var að komast í fjallgöngu. (Hugmyndin var raunar sú, að splæsa í eina hamborgaramáltíð með frönskum en það taldi ég of óhentugt). Til drykkjar hafði ég hálfan lítra af gosi, hvort það var appelsín, mix eða 7-UP man ég ekki nákvæmlega.

Ég gekk nokkuð greitt yfir Súlumýrar og eftir nokkra göngu, skammt ofan Stórakletts eða Skussa var áð. Var ég orðinn svangur og verulega þyrstur, en nokkuð heitt var. Ekkert hafði ég borðað utan einn skyrdisk um morguninn kl.9, og nú var klukkan að nálgast 2. Tók ég góðan bita af langlokunni og góðan gúlsopa af gosinu. Og þvílíkt og annað eins ógeð; mig klígjaði óskaplega og í stuttu máli gekk það kraftaverki næst að ég hélt þessu niðri! Það var eins og maginn tæki bara hreinlega ekki við þessu gúmmelaði. Þessi góða skyndimáltíð sem átti að vera svo kærkomin eftir hálfa leið á Ytri-Súlu hafði áhrif sem hin versta ólyfjan. Ég hafði hins vegar sýnt þá fyrirhyggju og tekið með vatn á flösku og haft meðferðis flatbrauðsneið- en þær veitingar voru hins vegar algjört lostæti þarna. Aldrei hafa majonessamlokur og gos verið meðferðis í gönguferðum mínum síðan. 

Þessa mynd af Syðri-Súlu tók ég í gönguferðinni sem sagt er frá hér að ofan. Var þetta 16.júlí 2006. Ég komst semsagt upp, þrátt fyrir að við magakrampa hafi legið á leiðinni fyrir glórulaust nestisval

P7160107


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 48
  • Sl. viku: 741
  • Frá upphafi: 420027

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 593
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband