Hús dagsins: Þingvallastræti 6

p5080330.jpgHalldór Aspar fékk þann 29.júlí 1929 leyfi til að byggja íbúðarhús á lóð sinni við Þingvallastræti. Húsið 9x7,8m að stærð, ein hæð á kjallara og með háu risi, útveggir úr r-steini en kjallari steyptur. Árið 1931 fékk hann að setja kvist á húsið. Teikningar af húsinu gerði Tryggvi Jónatansson en Haldór Haldórsson teiknaði kvistin að framan. Húsið er einlyft steinhús á háum kjallara og með háu risi og miðjukvistum að framan og aftan. Í byggingarleyfi fyrir húsinu kemur fram að húsið sé byggt úr r-steini en samkvæmt Húsakönnun Landslags og Teiknistofu Arkiteka er byggingarefnið steinsteypa. En þar sem r-steinn er steyptur úr steinsteypu er kannski orðhengilsháttur að ætla að gera á greinarmun á þessum byggingarefnum. Inngönguskúr með valmaþaki er á vesturhlið og steyptar tröppur upp að honum. Krosspóstar eru í gluggum en bárujárn á þaki. Á fjórða áratugnum bjó í húsinu maður að nafni Hannes J. Magnússon útgefandi. Hann gaf út hið valinkunna barnatímarit Vorið og var afgreiðsla blaðsins í Þingvallastræti 6 um nokkurra ára skeið. Þingvallastræti 6 er reisulegt og myndarlegt hús og í góðri hirðu. Það flokkast undir steinsteypuklassík og er af mjög algengri gerð steinhúsa frá þessum tíma. Húsið mun að mestu óbreytt frá fyrstu gerð ef frá er talin forstofubygging að vestan. Hún var reist um 1990 eftir teikningum Bjarna Reykjalín. Húsið er hluti þessarar geðþekku húsaraðar neðst við Þingvallastræti sem standa gegnt Andapollinum og Sundlauginni. Það sem þessi húsaröð á sammerkt eru stórar, grónar og vel hirtar lóðir. Þar er Þingvallastrtæi 6 engin undantekning, og yfir hásumarið er húsið hálf falið bak við laufskrúð.

Vestan við húsið stendur mikið grenitrép5080332.jpg (ég kann ekki að greina það nákvæmlega af færi, sýnist það fljótt á litið vera Sitkagreni), á að giska um 15 m hátt. Myndirnar tók ég í vorblíðunni þann 8.maí sl.

Heimildir: Jón Sveinsson. 1955. Jónsbók“. Upplýsingar um upprunasögu hús á Akureyri árið 1933.

Varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 172
  • Sl. viku: 740
  • Frá upphafi: 419876

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 585
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband