Hús dagsins: Oddeyrargata 32

Karl Ingjaldsson, deildarstjóri hjá KEA, reisti Oddeyrargötu 32 árin 1932-33, eftir teikningum Halldórs Halldórssonar. P4240327Hann fékk lóðina á fundi Bygginganefndar 21.mars 1932 og byggingarleyfi réttum þremur mánuðum síðar; fyrir íbúðarhúsi 9,4x8,2m , ein hæð á kjallara. Tveir kvistir, forstofa að norðan en skilyrt, að viðbygging sé 5 m lóðarmörkum. Með viðbyggingu er þarna líklega átt við forstofubyggingu sem er á norðurstafni. Árið 1933 vildi Karl innrétta eldhús í kjallara og þar með auka íbúð. Meirihluti bygginganefndar vildi leyfa það, en minnihluti taldi það stangast á við lög nr. 57, 1929 varðandi kjallaraíbúðir. Þessu var vísað til Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytis, sem kvað upp þann úrskurð að neðsta hæð Oddeyrargötu 32 væri kjallaraíbúð og því óheimil til íbúðar.

 Oddeyrargata 32 er einlyft steinsteypuhús á háum kjallara og með háu portbyggðu risi og miðjukvisti. Á vesturhlið þ.e. bakhlið er einlyft viðbygging með einhalla þaki. Krosspóstar eru í gluggum en í kjallara eru m.a. einfaldir lóðréttir póstar með tvískiptu fagi. Inngangur er í kjallara fyrir miðju. Á norðurhlið er sem áður segir inngönguskúr og steyptar tröppur upp að honum og nokkuð skrautlegt steypt handrið á tröppum. Þá prýðir húsið kringlóttir smágluggar á kvisti og við rjáfur. Á bakhlið er verönd úr timbri.

   Fyrir um 40 árum síðan var þarna starfrækt sambýli og var þar um að ræða “fyrsta fjölskylduheimilið fyrir vangefna á Íslandi”. Húsið hefur alla tíð verið íbúðarhús og margir búið þarna gegn um tíðina. Og þrátt fyrir afdráttarlausan úrskurð Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytis fyrir 83 árum eru engu að síður tvær íbúðir í húsinu í dag, 59 og 170 fermetra líkast til í kjallara og á hæð og í risi. Húsið sómir sér vel í götumynd stæðilegra húsa í klassískum stíl og hefur varðveislugildi sem hluti af heild skv. Húsakönnun 2015. Lóðin er til mikillar prýði er einnig stór vel gróin og við lóðarmörk er steyptur veggur í stíl við húsið (í sama lit og kjallari). Fremst á lóð eru nokkur stæðileg reynitré og er húsið eitt þeirra sem nánast hverfur sjónum vegfarenda yfir sumartímann fyrir laufskrúði. Þess má geta, að þeim sem þetta ritar þykir trjágróður engu minni prýði eða yndisauki í umhverfinu en glæsileg hús. Þessi mynd er tekin þann 24.apríl 2016.

 

Heimildir: Jón Sveinsson. 1955. „Jónsbók“. (Skrá yfir upprunasögu húsa sem stóðu á Akureyri um 1935, tekin saman 1945-55).Óprentað, óútgefið. Varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 175
  • Sl. sólarhring: 196
  • Sl. viku: 784
  • Frá upphafi: 419875

Annað

  • Innlit í dag: 133
  • Innlit sl. viku: 621
  • Gestir í dag: 130
  • IP-tölur í dag: 127

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband