Hús dagsins: Oddeyrargata 36

 

Ingimundur Árnason verslunarmaður fékk haustið 1929 leyfi til að reisa íbúðarhús úr steini á einni hæð á háum kjallara, forstofu að sunnan, brotnu þaki og kvisti. P3050350Teikningar af húsinu gerði Tryggvi Jónatansson. Framangreind lýsing á raunar við húsið enn í dag, einlyft steitnsteypuhús með risi á kjallara. Rishæðin er brotin svokallað mansardþak, sem lýsa má þannig að efst er risið lágt eða aflíðandi en neðri hlutinn er brattur. Líklega nýtist gólfflötur rishæða húsa betur með þessu fyrirkomulagi. Kvistir eru einnig mikil þarfaþing á rishæðum hvað varðar nýtingu en á húsinu eru tveir slíkir, stór fyrir miðju á framhlið en minni á bakhlið. Á suðurhlið hússins er forstofubygging og ofan á henni svalir með skrautlegu steyptu handriði. Krosspóstar eru í gluggum og bárujárn á þaki, en þak er nýlega endurnýjað. Á teikningu Tryggva Jónatanssonar virðist sem svo, að um einbýlishús sé að ræða, geymslur, þvottaherbergi og búr í kjallara, stofur, baðherbegri eldhús og búr á hæð og herbergi í risi. Húsið er nú einbýlishús en mögulega hafa íbúðir verið þarna fleiri. Þarna var líklega starfrækt lítil leikfangasmiðja sbr. þessa auglýsingu frá 1932 í tímaritinu Hlín, frá Skarphéðni Ásgeirssyni. (Mögulega hafa umrædd leikföng þó verið framleidd annars staðar). Oddeyrargata 36 er reisulegt og glæst hús og í góðri hirðu og hefur skv. Húsakönnun 2015 varðveislugildi sem hluti af þessari merku og skemmtilegu heild sem húsaröðin við ofanverða Oddeyrargötu er. Ein íbúð er í húsinu. Meðfylgjandi mynd er tekin þann 5.mars 2016.

Á bakvið Oddeyrargötu 36 standa tvær myndarlegar blæaspir og er myndin af þeim tekin á “trjágöngu” sem Skógræktarfélagið stóð fyrir í lok ágúst 2013 um neðri Brekkuna. P8310027Blæöspin er eina aspartegundin sem vex villt í íslenskri náttúru og jafnframt sú sjaldgæfasta af innlendum trjátegundum- hefur aðeins fundist villt á 6-7 stöðum á landinu; þ.á.m. Í Fnjóskadal. Mig minnir, að í trjágöngunni þarna hafi komið fram, að þessar væru að öllum líkindum afkomendur plantna þaðan.

Heimildir: Jón Sveinsson. 1955. „Jónsbók“. (Skrá yfir upprunasögu húsa sem stóðu á Akureyri um 1935, tekin saman 1945-55).Óprentað, óútgefið. Varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 227
  • Sl. viku: 618
  • Frá upphafi: 419709

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 496
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband