Hús dagsins: Hrafnagilsstræti 10

Þann 8.júní 1931 gaf Bygginganefnd Akureyrar út leyfi til byggingar m.a. tveggja húsa við Hrafnagilsstrætið, sem þá voru h.u.b. efstu mörk þéttbýlis á Akureyri.P5180327 Annars vegar það Jón Sveinsson bæjarstjóri sem fékk að reisa Hrafnagilsstræti 4 og hins vegar Benedikt Pétursson Söbeck sem fékk á reisa íbúðarhús á lóð sinni, næst norðan Snorra Sigfússonar. Þess má geta, í bókunum Bygginganefndar eru yfirleitt ekki tilgreindar götur eða númer heldur einungis miðað við afstöðu miðað við næstu lóðir eða hús. Og þær lóðir eða hús ævinlega kenndar við eigendur eða íbúa- ekki númer.

Íbúðarhús Benedikts skyldi einlyft á háum kjallara með risi og viðbyggingu að austan. Skyldi viðbyggingin 7,5x2,3 að stærð og húsið sjálft 8,2x7,5m. Alls yrði húsið því 10,5 á lengd og 7,5 á breidd eða 82,5 fermetrar að grunnfleti. Teikningarnar af húsinu gerði Halldór Halldórsson og til er nákvæm byggingarlýsisng fyrir húsið: Það byggt úr steinsteypu og forstofa úr r-steini og húsið innréttað úr timbri og einangrað með mómold (sbr. Hanna Rósa Sveinsdóttir o.f.l. 2016: 67). Á risi hússins er miðjukvistur en hann kom á húsið á öðru ári þess, en þann 23.jan 1933 fékk Benedikt leyfi til að setja kvist á hús sitt. Litlu síðar, eða 1934 var byggð forstofubygging með svölum ofan á við vesturgafl og mun húsið þá hafa fengið það lag sem það nú hefur. Löngu síðar, eða 1983 var byggður sólskáli á forstofubygginguna frá ´34.

Hrafnagilsstræti 10 er reisulegt og stórbrotið hús, tvílyft með háu risi og miðjukvisti og einlyftri viðbyggingu með svölum og sólskála á vesturhlið. Viðbygging að austan er að hluta tvílyft og með svölum út úr risi en syðsti hluti hennar er á einni hæð með svölum til suðurs. Inngangar m.a. eru á viðbyggingum til suðurs. Bárujárn er á þaki og í flestum gluggum eru krosspóstar en í smærri gluggum hússins eru einfaldir lóðréttir póstar. Allir gluggar á framhlið eru “ein og hálf” breidd. Húsið var um áratugaskeið í eigu sömu fjölskyldu og hefur alla tíð verið íbúðarhús. Tvær íbúðir eru í húsinu, á neðri hæð og í efri hæð og risi. Samkvæmt Húsakönnun hefur húsið miðlungs varðveislugildi sem hluti húsaraðannir við Hrafnagilsstræti. Húsið lítur mjög vel út og er í góðri hirðu. Myndin er tekin sl. vor, nánar til tekið þann 18.maí.

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrarkaupstaðar: Fundargerðir 1930-35. Fundur nr. 663, 8.júní 1931. Varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

Jón Sveinsson. 1955. „Jónsbók“. Handrit Jóns Sveinssonar bæjarstjóra um lóðaúthlutanir og byggingar á Akureyri til ársins 1933.

Varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri

Minjasafnið á Akureyri, Hanna Rósa Sveinsdóttir. (2016). Akureyrarbær; Menntaskólinn á Akureyri og nærliggjandi íbúðarsvæði. Húsakönnun. Pdf-skjal á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Menntaskolinn_og_ibudasvaedi/husakonnun_ma.pdf

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 24
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 431
  • Frá upphafi: 420131

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 320
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband