Hús dagsins: Oddeyrargata 22

Ásgeir Kristjánsson og Júlíus Davíðsson fengu þann 17.feb 1930 lóð og byggingarleyfi 6.maí sama ár. P3050338Þeir fá að byggja steinsteypt íbúðarhús, 8,8x8m að stærð, tvílyft með niðurgröfnum kjallara undir hálfu húsinu. Í Húsakönnun 2015 er Halldór Halldórsson talinn líklegastur hönnuður hússins, en það er þó ekki vitað með vissu. Húsið er alltént mjög svipað næstu húsum neðan við þ.e. nr. 14 og 16 en þau hús teiknaði Halldór. Oddeyrargata 12 er tvílyft steinsteypuhús með lágu valmaþaki, á lágum kjallara. Veggir eru múrsléttaðir og bárujárn á þaki, en krosspóstar í gluggum. Á götuhlið eru tveir inngangar og steyptar tröppur upp að þeim en einnig eru kjallaradyr að norðanverðu. Kjallari er útgrafinn undir öllu húsinu, enda þótt aðeins sé rætt um kjallara undir því hálfu í bókunum Bygginganefndar.

Húsið var frá upphafi tvíbýli, ein íbúð á hvorri hæð og bjó Júlíus og hans fjölskylda á neðri hæð og Ásgeir og hans fjölskylda á þeirri efri. Ein athyglisverðasta auglýsingin sem upp kemur á timarit.is sé leitað er eftir Oddeyrargötu 22 er vafalítið þessi frá sumrinu 1939, en þarna býður Ásgeir til sölu tvo fálkaunga. Fálkar hafa líkast til aldrei verið algeng húsdýr eða gæludýr hér á landi. Þá seldi Ásgeir hér af og til hrossakjöt sem líkast hefur verið “beint frá býli”.

Oddeyrargata 22 er einfalt og látlaust hús af nokkuð algengri gerð steinhúsa þessa tíma (um 1930). Það er hluti nokkuð heildstæðrar torfu svipaðra húsa sem standa við vestanverða Oddeyrargötuna, milli Krabbastígs og Hamarstígs og byggð eru frá 1927-30. Þessi húsaröð er metið til varðveislugildis 1 í Húsakönnun Akureyrarbæjar og Teiknistofu arkitekta, sem hluti þessarar húsaraðar sem sögð er samstæð og áhugaverð. Sambærilega húsaröð er ekki að finna annars staðar Akureyri en mörg svipuð stök hús má finna í bænum t.d. við Brekkugötu 37, Oddagötu 5 og Norðurgötu 26 og Eiðsvallagötu 20 á Oddeyri. Húsið er í góðri hirðu og er til prýði og lóð er einnig vel gróin. Sunnan við húsið eru nokkur reynitré og eitt grenitré, sem ég myndi giska á að væri annaðhvort rauðgreni eða sitkagreni. Myndin er tekin þann 5.mars 2016.

Heimildir: Jón Sveinsson. 1955. Jónsbók“. (Skrá yfir upprunasögu húsa sem stóðu á Akureyri um 1935, tekin saman 1945-55).

Óprentað, óútgefið. Varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 50
  • Sl. sólarhring: 53
  • Sl. viku: 457
  • Frá upphafi: 420157

Annað

  • Innlit í dag: 33
  • Innlit sl. viku: 330
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband