Hús dagsins: Oddeyrargata 5

Löngum stóð það til hjá mér, að ljúka umfjöllun um öll íbúðarhús við Oddeyrargötuna, byggð fyrir 1935-40, áður en árið 2016 rynni sitt skeið. En þá kom í ljós, að aðeins eitt íbúðarhús við götuna er undir þessum óformlegu byggingarársviðmiðum síðuhaldara- og ekki var mér stætt á því að haf hafa það útundan- og hvað þá á sjálfum jólunum ! Hér birtist  greinarkorn um Oddeyrargötu 5:

 

Meðalaldur húsa við Oddeyrargötu er nokkuð hár, PC250012en yngsta húsið (að  bakhúsum og bílskúrum undanskildum) er 71 árs. Þar er um að ræða hús nr. 5 en það reisti Leó Sigurðarson útgerðarmaður árið 1945 eftir teikningum Tryggva Jónatanssonar. (Það vill svo til, að elsta og yngsta hús götunnar standa hlið við hlið en númer hús númer 3 er 108 ára, byggt 1908). Upprunalegar teikningar að húsinu eru ekki aðgengilegar á Landupplýsingakerfinu en þar má finna raflagnateikningar Alberts Sigurðssonar Þær eru gerðar snemma í júlí 1944, eða rúmum tveimur vikum eftir að Lýðveldið Ísland var stofnað á Þingvöllum.

Oddeyrargata 5 er stórt og reisulegt tvílyft steinsteypuhús á háum kjallara og með flötu þaki, sem rammað er inn af steyptum kanti. Ekki kann ég að lýsa að gluggapóstunum póstar liggja bæði þvert og lóðrétt og í efri hornum eru opnanleg fög. Að vissu leyti má kannski greina ákveðna þróun í gluggastærð húsa séu gluggar þessa húss bornir saman við nærliggjandi hús við Oddeyrargötuna, sem eru um 15-20 árum eldri. Bárujárn er á þaki hússins og á veggjum hússins steinmulningur (sem sumir kalla skeljasand). Tveir inngangar eru á framhlið sem og yfir þeim steypt dyraskýli. Á lóðinni stendur einnig bílskúr að norðaustanverðu. Húsið hefur alla tíð verið íbúðarhús og er að mestu óbreytt frá upphaflegri gerð. Það mun í upphafi hafa verið stórt einbýli (heildarflatarmál hússins er yfir 500 fermetrar) en nú eru í húsinu tvær íbúðir hvor á sinni hæð, auk lítillar íbúðar í kjallara. Húsið lítur vel út og er til mikillar prýði í umhverfi og í góðu standi og það sama má segja um lóðina. Steyptir kantar á lóðarmörkum og steypt stétt framan setja einnig skemmtilegan svip á umhverfið- sem samhangandi heild ásamt húsinu. Húsakönnun 2014 segir húsið hafa gildi fyrir götumynd Oddeyrargötunar. Vegna legu sinnar á horni Oddeyrargötu og Bjarmastígs mætti raunar einnig telja sem svo, að húsið taki þátt í götumynd Bjarmastígs. Myndina tók ég sl. Jóladag, 25.des 2016 en þá var Oddeyrargatan í sannkölluðum jólabúning.

Heimildir: Landslag arkitektastofa 2014. Akureyrarbær Miðbær- Húsakönnun. Unnið fyrir Akureyrarbæ. Óprentað, pdf aðgengilegt á slóðinni http://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/midbaer_husakonnun-2014.pdf

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • PA040027
  • IMG 1503
  • IMG 1501
  • IMG 1500
  • P8291011

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 82
  • Sl. sólarhring: 86
  • Sl. viku: 558
  • Frá upphafi: 417779

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 355
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband