Hús dagsins: Krabbastígur 2

Á fundi Bygginganefndar Akureyrar þann 3.ágúst 1929 var m.a. tekið fyrir erindi frá Byggingafélagi Akureyrar sem sótti um leyfi til að byggja hús fyrir Gest Bjarnason. Húsið skyldi “jafnstórt og af sömu gerð og hús Þorsteins Þorsteinssonar”.P1140489 Þar var vísað til 2.liðs sömu fundargerðar, en erindi Byggingarnefndar var nr. 3 í afgreiðslu fundarins. En Þorsteinn hafði sótt um að reisa hús við Brekkugötu, sem skyldi 7,20x8m, ein hæð á kjallara og með lágu risi og varð það hús nr.43 við þá götu. Því er engum blöðum um það að fletta, að Krabbastígur 2 og Brekkugata 43 hljóta að vera reist eftir sömu teikningu, en hana gerði Halldór Halldórsson. Til fróðleiks má bæta við, á þessum sama fundi voru samþykktar fullnaðarteikningar af húsi KEA við Hafnarstræti (Kaupfélagstorginu). Húsið byggðu þeir svo feðgarnir Bjarni Pálsson og áðurnefndur Gestur Bjarnason og flutti 1929-30 og flutti stórfjölskyldan í húsið árið 1930. Hér er fróðlegt viðtal við móður Gests, Sigríði Helgadóttur. Viðtalið birtist í Degi 2.mars 1968 en þann dag varð Sigríður 95 ára, þá elsti innfæddi íbúi en hún var fædd 1873 í Barði.

Krabbastígur 2 er einlyft steinsteypuhús með háu risi og á háum kjallara, raunar svo háum að telja mætti húsið tvílyft eða kjallara til jarðhæðar en skörp skil eru á milli kjallara og hæðar; þ.e. veggir kjallara eru eilítið þykkri og þ.a.l. kantur á útveggjum á hæðarskilum. Krosspóstar eru í gluggum og bárujárn á þaki en spænskur múr er á veggjum. Inngöngudyr eru m.a. á norðausturhorni kjallara. Krabbastígur 2 hefur alla tíð verið íbúðarhús, einbýlihús en þó hafa einstaka herbergi verið leigð út. Húsið er í góðu standi og á því er nýlegt þak frá því um 2000. Það er flokkað í varðveisluflokk 1 í Húsakönnun á Norður Brekku 2015 og þar sagt “[...] vel við haldið og sómir sér vel í götumyndinni” (Ak.bær, Teiknist. Ark., Gylfi Guðjónsson 2015: 144). Lóðin er einnig vel gróin; sunnan undir húsinu er vörpulegt reynitré. Skemmtileg timburgirðing á lóðarmörkum við götu er setur einnig skemmtilegan svip á umhverfi hins látlausa en glæsta 87 ára steinhúss. Myndin er tekin laugardaginn 14.janúar 2017. Hér fyrir neðan má einnig sjá mynd af húsunum tveimur sem Þorsteini Þorsteinssyni og Gesti Bjarnasyni var leyft að reisa í 2. og 3.lið í fundargerð Byggingarnefndar 3.ágúst 1929; jafn st+or og sömu gerðar. Þau hafa vitanlega tekið ýmsum breytingum gegn um tíðina, hvort um sig.

P1140489

P1100326     

 

 

 

 

   

 

 

Heimildir:

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1921-30. Fundur nr. 635, 3.ágúst 1929.

Jón Sveinsson. 1955. „Jónsbók“. (Skrá yfir upprunasögu húsa sem stóðu á Akureyri um 1935, tekin saman 1945-55).

Tvö ofantalin rit eru óprentaðar og óútgefnar heimildir, varðveittar á Héraðskjalasafninu á Akureyri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • PA040027
  • IMG 1503
  • IMG 1501
  • IMG 1500
  • P8291011

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 15
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 432
  • Frá upphafi: 417801

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 243
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband