Hús dagsins: Munkaþverárstræti 13

Munkaþverárstræti 13 stendur á horni götunnar og Bjarkarstígs en sú gata liggur í beinu framhaldi af Krabbastíg upp frá Munkaþverárstræti. Sagan segir, að Davíð Stefánsson hafi ráðið nafni Bjarkarstígs, en hann vildi ekki búa við götu sem héti Krabbastígur. P5250522(Akureyrarbær, Teiknistofa arkitekta, Gylfi Guðjónsson o.fl 2015: 26). Við Bjarkarstíginn og Munkaþverárstræti norðanvert standa hús sem kenna mætti við Funkis en hús nr. 13 er dæmigerð steinsteypuklassík . Húsið byggði Guðmundur Frímannsson árið 1930 eftir eigin teikningum. Hann fékk sumarið 1929 leigða lóð við Munkaþverárstræti vestanvert, við enda Krabbastígs. Þá var Bjarkarstígur ekki kominn til sögunnar, enda rúmur áratugur í byggingu fyrstu húsa þar. Hálfu ári síðar fékk Guðmundur leyfi til að reisa íbúðarhús. 8,8x7,6m að stærð, eina hæð á kjallara með porti og risi og kvisti á austurhlið [framhlið] og kvistglugga á vesturhlið, byggt úr steini.

Munkaþverárstræti 13 er einlyft steinsteypuhús með háu risi og miðjukvisti að framan, og stendur það á kjallara. Á suðurgafli er inngönguskúr og steyptar tröppur upp að honum og svalir ofan á. Þverpóstar eru í flestum gluggum og bárujárn á þaki, en veggir eru múrsléttaðir.

Elstu heimildir sem timarit.is finnur um Munkaþverárstræti 13 eru auglýsingar frá F. Skúlasyni í nóvember 1931. Hann virðist hafa verslað með “sætsaft, soyur og fægilög”. Guðmundur Frímann, sá er byggði húsið, auglýsir hér skrautritunarþjónustu í Nýjum kvöldvökum, 1934. Árið 1956 er Munkaþverárstræti 13 auglýst til sölu og er það Jónas Rafnar sem annast söluna. Þá rak Gunnar Kristinsson klæðskerastofu þarna á sjöunda áratug 20.aldar. Margir hafa átt húsið og búið í gegn um tíðina en 2009 var húsinu breytt úr tvíbýli í einbýli. Einhvern tíma var byggt við húsið til vesturs.

Húsið er snyrtilegt og í góðri hirðu og sömu sögu er að segja af lóð. P5250521Bæði hús og lóð eru til mikillar prýði í umhverfi og er húsið hluti skemmtilegrar hinnar heilsteyptu steinsteypuklassíkurraðar frá 3-13 við Munkaþverárstræti. Á norðanverðri lóðinni standa tvör gróskumikil reynitré, sem sjá má á myndinni til hliðar. Sú mynd, ásamt myndinni af húsinu er tekin þann 25.maí 2017.

Heimildir:

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1921-30. Fundur nr. 635, 3.ágúst 1929. Fundur nr. 642, 17.feb 1930.

Jón Sveinsson. 1955. „Jónsbók“. (Skrá yfir upprunasögu húsa sem stóðu á Akureyri um 1935, tekin saman 1945-55). Óprentað, óútgefið; varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

Tvær ofantaldar heimildir eru óprentaðar og óútgefnar; varðveittar á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 167
  • Sl. viku: 741
  • Frá upphafi: 419877

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 586
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband