Hús dagsins: Munkaþverárstræti 31

Munkaþverárstræti 31 mun byggt 1942. En sumarið 1941 P2180733fékk Jósef Sigurðsson leyfi til að reisa íbúðarhús á leigulóð sinni á Munkaþverárstræti 31, ein hæð og kjallari undir fjórðungi hússins, byggt úr steinsteypu en útveggir úr r-steini og húsið með flötu þaki. Grunnflötur hússins 10,7x9,75m ásamt útskoti á NA horni, 4,85x1,4m og útbygging á norðurhlið, 2x2,3. Teikningar hafa líklega ekki varðveist en þær gerði Adam K. sbr. Húsakönnun 2015. Árið 1947 var bílskúr byggður á lóðinni en hann teiknaði A.M. Þar gæti mögulega verið um að ræða annan Adam, Magnússon, trésmíðameistara sem reisti m.a. hús við Munkaþverárstræti 8 og síðar Bjarkarstíg. Hugsanlegt er einnig, að fangamarkið sé Á.M. en  Ásgeir Markússon hét sá sem teiknaði járnabindinguna í bílskúrinn. Eru þetta aðeins getgátur höfundar.

En Munkaþverárstræti 31 er einlyft steinsteypuhús í funkisstíl með flötu þaki á lágum grunni en bakálma hússins er með aflíðandi einhalla þaki. Einfaldir lóðréttir póstar eru í gluggum en víður „stofugluggi“ á bakbyggingu. Norðurálma hússins skagar eilítið fram úr þeirri syðri og í kverkinni á milli eru inngöngudyr. Viðbygging að vestanverðu (bakatil) er byggð 1962 eftir teikningum Jóns Geirs Ágústssonar.   Jósef Sigurðsson, sá er byggði átti það ekki í mörg ár því í júní 1946 auglýsir hann húsið til sölu. Þá eignaðist húsið Jón Sigurðsson, myndasmiður en hann stóð fyrir byggingu bílskúrsins, en hann seldi húsið 1956. Síðan hafa ýmsir átt húsið og búið hér, en öllum hefur eigendum og íbúum auðnast að halda húsinu vel við. Það er a.m.k. í mjög góðri hirðu nú árið 2018. Húsið er einfalt og látlaust en stórglæsilegt engu að síður, dæmigert funkishús, og telst hluti varðveisluverðar heildar við Munkaþverárstrætið skv. Húsakönnun 2015. Lóðin er römmuð inn götumegin  með steyptum vegg með járnavirki sem að öllum líkindum er frá 1947 líkt og bílskúrinn ( er a.m.k. á sömu teikningum). Lóðin er  vel hirt og gróin með gróskumiklum reynitrjám. Meðfylgjandi mynd er hins vegar tekin þann 18. febrúar [2018], þ.a. eðlilega voru þau ekki gróskumikil þá. Ein íbúð er í húsinu.  

Heimildir:

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1935-41, fundur nr. 878, 4. júlí 1941.

Óprentað og óútgefið; varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 175
  • Sl. sólarhring: 180
  • Sl. viku: 784
  • Frá upphafi: 419875

Annað

  • Innlit í dag: 133
  • Innlit sl. viku: 621
  • Gestir í dag: 130
  • IP-tölur í dag: 127

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband