Hús dagsins: Munkaþverárstræti 35

Snemma sumars 1941 var nyrsti hluti Munkaþverárstrætis óbyggður, en 10. júní það ár fékkP2180735 Guðmundur nokkur Tómasson leigðar ystu lóðirnar við Munkaþverárstræti þar sem saman koma Helgamagrastræti og Munkaþverárstræti. Bókaði Bygginganefnd, að óvíst hvort hægt væri að leggja vatn að þessum lóðum. Ekki er hins vegar ólíklegt að fljótlega hafi að fengist úr því skorið því rúmum þremur vikum síðar eða þann 4. Júlí, Þjóðhátíðardag Bandaríkjanna, fékk Guðmundur byggingaleyfi á þessari lóð. Fékk hann að reisa íbúðarhús, 12x9m að grunnfleti, auk útskots 1x5,5m við norðausturhorn, ein hæð með „höllu“ þaki. Húsið byggt úr steinsteypu með kjallari undir hálfu húsinu. Fullbyggt var húsið árið 1942 en í millitíðinni hafði hús og lóð verið yfirfært á Tómas Steingrímsson, stórkaupmanns sem um áratugaskeið rak samnefnda heildverslun.

Sú lýsing, sem gefin er upp í bókun bygginganefndar á að mestu leyti við um húsið í dag. Í gluggum hússins eru einfaldir þverpóstar og þakpappi á þaki og steyptar tröppur upp að inngöngudyrum. Bílskúr fremst á lóð en þak hans er einnig verönd eða svalir. Húsið, sem hefur líkast alla tíða verið einbýlishús, var stækkað  til vesturs 1953-54. Var sú bygging reist úr r-steini og með timburþaki, eftir teikningum Mikaels Jóhannssonar. Fyrir þeirri framkvæmd Gísli Konráðsson frá Hafralæk í Aðaldal, lengi vel forstjóri Útgerðarfélags Akureyringa en hann  og kona hans Sólveig Axelsdóttir, bjuggu hér í þó nokkur ár. Árið 1966 var byggður bílskúr á lóðinni og steypt girðing ásamt tröppum upp að inngöngudyrum og upp á bílskúrsþak, þar sem var og er e.k. verönd.  Um áratugaskeið bjuggu í Munkaþverárstræti 35  þau Aldís Lárusdóttir og Richard Þórólfsson, skógerðarmeistari og lengi framkvæmdastjóri Iðunnar. Aldís eða Allý, starfrækti um langt árabil heilsuræktarstöð í húsinu.  Þau heiðurshjónin voru bæði afar ötul í starfi skátafélaganna og  St. Georgsgildisins um áratugaskeið, stjórnuðu skátasveitum og félögum og gegndu hinum ýmsum embættisstörfum.

Munkaþverárstræti 35 er reisulegt og glæst funkishús, og mun næsta lítið breytt frá upphaflegri gerð. Það er hluti hinnar löngu og heilsteyptu funkishúsaraðar við vestanvert Munkaþverárstræti og skv. Húsakönnun 2015 fellur húsið í varðveisluflokk 1. Hvort tveggja, hús og lóð eru í mjög góðri hirðu og til mikillar prýði í umhverfi sínu. Myndin er tekin þann 18. Feb. 2018.

Heimildir:

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1935-41.  Fundur nr. 877, 10. júní 1941, nr. 878, 4.júlí 1941, nr. 894, 29.des. 1941. Fundargerðir 1948-57. Fundur nr. 1169, 5. júní 1953. Óprentað og óútgefið; varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 53
  • Sl. viku: 613
  • Frá upphafi: 420086

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 462
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband