Hús dagsins: Norðurgata 41

Á reitnum sem afmarkast af Eyrarvegi í suðri, Sólvöllum í vestri, P4220981Víðivöllum í norðri og Norðurgötu í austri standa fjölmörg sams konar hús, parhús með lágu risi. Þessi byggð eru hús sem Byggingafélag Akureyrar reisti á fimmta áratug 20. aldar, eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar og Bárðar Ísleifssonar og voru ætluð sem verkamannabústaðir. Árið 1939 fékk Byggingafélag Akureyrar einfaldlega „allar lóðir norðan Fjólugötu og við Eyrargötu“, við norðurmörk þéttbýlis Oddeyrar. Byggingafélaginu var að eigin ósk veittur langur frestur til að á lóðunum og á áratug eða svo ris húsin risu eitt af öðru. Tvö hús af þessari gerð standa við Norðurgötuna, á milli Eyrarvegar í suðri og Víðivalla í suðri, Norðurgata 39 og 41 og voru þau byggð 1946-47. Nyrðra húsið, nr. 41 stendur á horni Norðurgötu og Víðivalla.

Norðurgata 41 er einlyft steinhús með lágu risi, krosspóstum í gluggum og með steiningarmúr á veggjum. Húsið er parhús og telst suðurhlutinn 41a og norðurhlutinn 41b. Byggt var við norðurhlutann árið 2000 eftir teikningum Haraldar S. Árnasonar. Á vesturmörkum lóðar eru einnig bílskúrar.

Ef heimilisfanginu „Norðurgötu 41“ er flett upp á gagnagrunninn timarit.is koma upp 42 niðurstöður. Þar má sjá nöfn ýmissa sem búið hafa hér í gegnum tíðina en á meðal fyrstu íbúa hússins voru Gunnar Árni Sigþórsson múrarameistari og Kamilla Karlsdóttir. Húsið er í mjög góðri hirðu og allt umhverfi þess hið snyrtilegasta. Á lóðarmörkum norðanmegin er steyptur kantur, væntanlega frá svipuðum tíma og húsið var byggt en sunnanmegin er nýleg skrautleg timburgirðing. Ekki hefur verið unnin húsakönnun fyrir þetta svæði en í greinargerð um Rammahluta Aðalskipulags Oddeyrar eru taldar upp áhugaverðar heildir, þ.á.m. áhugaverð smágerðra parhúsa við Víðivelli og Eyrarveg. Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson o.fl. 2017: 12). Þessi hús tilheyra raunar þeirri heild enda þótt þau standi við Norðurgötu. Húsin tilheyra í raun tveimur áhugaverðum heildum, annars vegar parhúsahverfinu kennt við Eyrarveg og Víðivelli og hins vegar fjölbreyttri og skemmtilegri götumynd Norðurgötu. Myndin er tekin á sumardaginn fyrsta, 22. apríl 2021.

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1935-41. Fundur nr. 841, 26. ágúst 1939. Varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

Manntalsspjaldskrá fyrir Akureyri. 1941-50. Varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. 2017. Rammahluti Aðalskipulags Akureyrar. Oddeyri. Tillaga. Pdf-skjal á https://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Oddeyri/Rammahluti/170425_oddeyri_tillaga.pdf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 51
  • Sl. viku: 615
  • Frá upphafi: 420088

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 463
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband