Hús dagsins: Aðalstræti 16

P3110019Aðalstræti 16 er eitt af tilkomumestu timburhúsum Akureyrar, reist árið 1900 af Sigtryggi Jónssyni, sem var eitt "stærsta nafnið" í húsasmíðum á Akureyri á þeim tíma. Húsið er undir greinilegum áhrifum frá norsku Sveitser húsunum en það sem helst gefur því svip er þessi inndregni pallur eftir allri framhlið hússins. Þannig var nú að byggingarnefnd var ekki á eitt sátt um þetta hús. Ekki átti að fást leyfi fyrir húsinu nema pallurinn yrði notaður sem gangstétt. Hins vegar klofnaði nefndin og sagði af sér og í nýrri nefnd átti Sigtryggur sæti. Þannig fékk hann loks sínu fram.  Húsið hefur lengst af verið íbúðarhús en um tíma voru skrifstofur á efri hæð. Sjálfsagt hefur einnig verið verkstæði eða önnur starfsemi í kjallara, eins og algengt var með hús frá þessum tíma.Aðalstræti 16 var komin í mikla niðurníðslu um 1990 en var á næstu árum gert upp af mikilli natni og er nú hin mesta bæjarprýði. Þessi mynd er tekin 11.mars 2007.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • PA040027
  • IMG 1503
  • IMG 1501
  • IMG 1500
  • P8291011

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 58
  • Sl. sólarhring: 92
  • Sl. viku: 534
  • Frá upphafi: 417755

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 340
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband