Hús dagsins: Lækjargata 6

Lækjargata 6 1998Lækjargata 6 2006

 Margir sem fylgdust með dægurmálum og pólítík Akureyrar fyrir áratug ættu að kannast við hús dagsins. En Lækjargata 6 var eitt helsta deilumál bæjarins árið 1998 en vík ég að því rétt á eftir. En húsið var byggt 1886 af þeim Þórði Thorarenssen gullsmiði og Kristjáni Gíslasyni söðlasmiði. Hér er merkileg tilviljun: Þórður Thorarenssen byggði líka Aðalstræti 13, sem brann í gær og bæði húsin voru 111 ára þegar kviknaði í þeim. Á gömlum myndum af húsinu sýnist mér sem það hafi staðið á einskonar eyju í Búðarlæknum en það gæti verið vitleysa hjá mér. Frá upphafi hefur húsið verið íbúðarhús og margar fjölskyldur búið í því í lengri og skemmri tíma. Í upphafi var þetta glæsilegt stórhýsi en eftir því sem leið á 20.öldina fór ástand hússins hrakandi og í aðalskipulagi frá 1973 er gert ráð fyrir að húsið víki. Enda stóð ( og stendur enn ) húsið á mjög óheppilegum stað á horni Lækjargötu og Spítalavegs og algengt  var að bílar vermdu horn hússins á leið niður síðarnefndu götuna.

17.janúar 1998 kviknaði í húsinu og skemmdist það töluvert, eins og sjá má myndinni vinstra megin. Vikuna áður mun Akureyrarbær hafa keypt húsið til niðurrifs. Vegna hins háa aldurs voru ekki allir á eitt sáttir með niðurrif hússins. Miklar deilur risu í bæjarkerfinu, og man ég eftir að einhver bæjarfulltrúinn sagði á fundi sem sýndur var á Aksjón*: "þetta er ljótt hús og ekkert með það gera ". Við skoðun hússins kom einnig í ljós merkileg byggingargerð þess, sem ekki var vitað um: Húsið var bindingsverkshús, það eina sinnar tegundar á Akureyri. En það hafði verið byggt þannig að grindinni var slegið upp ásamt innri klæðningu og steypu hellt ofaní. Steypan var þannig eins og einangrun  í timburgrindinni. Mun það hafa aukið enn á varðveislugildi hússins, sem var talið lítið sem ekkert fyrir brunann.

Eftir talsvert þref var ákveðið að leyfa húsinu að standa og selja það til uppbyggingar, og voru margar lausnir ræddar. Ein var sú að hafa þá kvöð á húsinu að það skyldi flutt um fáeina metra frá horninu m.a. til að rýmka fyrir umferð, en fallið var frá því. Þó var húsið sett á aðeins hærri grunn og líklega hnikað til um einhverja centimetra. En endurgerð hússins hófst haustið 1999 og var lokið að fullu um 2004, og eins og sjá má myndinni t.h. tókst hún glæsilega upp. Er húsið nú hin mesta prýði og hefur fengið því sem næst upprunalegt útlit. Vinstri myndina tók ég í október 1998 en hina myndina 25.júní 2006 og sýna þessar myndir glögglega árangurinn.

*Aksjón var "local" sjónvarpsstöð Akureyringa, sem starfaði frá 1997 til 2002-3 ( að mig minnir ). Hún sýndi m.a. frá bæjarstjórnarfundum en aðalþátturinn var fréttaþátturinn Kortér, sem var alltaf sýndur kortér í og yfir heila tíman frá 18-21.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Hver gerði húsið upp ? Akureyrarbær ?

Þetta er skemmtilegt blogg hjá þér og virkilega gaman að sögu húsanna..

Ragnheiður , 22.7.2009 kl. 00:25

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Þakka hólið :-)

Akureyrarbær keypti húsið til niðurrifs en seldi það til einkaaðila sem gerði það upp. Þekki ekki alveg til hver það var.

Arnór Bliki Hallmundsson, 22.7.2009 kl. 01:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 23
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 627
  • Frá upphafi: 420100

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 474
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband