Hús dagsins: Bjarkarstígur 2

Adam Magnússon trésmíđameistari sóttist snemma árs 1942 eftir PA090811lóđ viđ Krabbastíg og fékk nćstu lóđ vestan viđ Pál Pálsson, ţ.e. Munkaţverárstrćti 17. Ţegar honum var úthlutađ lóđin var jafnframt tekiđ fram, ađ gatan yrđi ekki lögđ ađ Helgamagrastrćti ţađ sumariđ [1942]. En Adam fékk ađ byggja  íbúđarhús, eftir eigin teikningu, úr steinsteypu međ steinlofti og valmaţaki úr timbri, 10,0x9,0m auk útskots 4,1x1,0m. Skömmu eftir ađ húsiđ reis, eđa ţann 18. júní 1943 ákvađ Byggingarnefnd Akureyrar ađ gatan, sem átti ađ vera hluti Krabbastígs á milli Munkaţverárstrćtis og Helgamagrastrćtis skyldi heita Bjarkarstígur.

Bjarkarstígur 2 er einlyft steinsteypuhús á háum kjallara og međ valmaţaki, steiningu á veggjum og bárujárni á ţaki, lóđréttum póstum í gluggum og horngluggum í anda funkisstefnunnar til SA. Vestari hluti framhliđ skagar eilítiđ fram (umrćtt útskot í bókun Byggingarnefndar) og í kverkinni á milli eru inngöngudyr ásamt svölum. Svalir ţessar gefa húsinu ákveđinn svip, bogadregnar viđ horn hússins og međ járnavirki ofan á steyptu handriđi. Húsiđ hefur alla tíđ veriđ íbúđarhús en auk ţess starfrćkti Adam trésmíđaverkstćđi ţarna. Hann á einnig heiđurinn af húsinu Munkaţverárstrćti 8 en ţađ byggđi hann áriđ 1932, auk ţess sem hann teiknađi húsiđ Bjarkarstíg 7, sem byggt var 1944. Bjarkarstígur 2 er traustlegt og reisulegt funkishús í góđri hirđu og lóđ er einnig vel gróin og í góđri hirđu. Ţar eru m.a. býsna gróskumikil reynitré.  Í húsinu er ein íbúđ. Myndin er tekin ţ. 9. október 2018

Heimildir: Byggingarnefnd Akureyrar. Fundargerđir 1941-48. Fundur nr.900, 28. feb 1942 . Fundur nr. 917, 3. júlí 1942. Fundur nr. 920, 7. ágúst 1942. Fundur nr. 946, 18. júní 1943. Óprentađ og óútgefiđ, varđveitt á Hérađsskjalasafninu á Akureyri.

Akureyrarbćr og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guđjónsson og félagar. (2015). Norđurbrekkan, neđri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbćr: Pdf-útgáfa ađgengileg á slóđinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf 


Hús dagsins: Bjarkarstígur 1

Bjarkarstígur  nefnist gata á norđanverđri Brekkunni. Gatan liggur á milli Munkaţverárstrćtis og Ţórunnarstrćtis og ţverar Helgamagrastrćti. Er hún í beinu framhaldi af Krabbastíg og var raunar ćtlađ ađ vera framhald af ţeirri götu, en fyrstu lóđunum sem úthlutađ var viđ götuna, áriđ 1942, töldust viđ Krabbastíg. Viđ Bjarkarstíg stendur hiđ valinkunna Davíđshús, hús Davíđs Stefánssonar frá Fagraskógi, og segir sagan, ađ Davíđ hafi ekki viljađ búa viđ götu kennda viđ krabba og nafninu ţví breytt. (Sbr. Ak. Bćr, Teiknistofa Arkitekta, 2015: 26) Gatan liggur nánast beint upp brekkuna og er afar brött á neđri kaflanum milli Helgamagrastrćtis og Munkaţverárstrćtis og getur orđiđ heldur óskemmtileg yfirferđar í hálku. En útsýniđ yfir Oddeyrina og yfir pollinn á Vađlaheiđina er alls ekki óskemmtilegt, og mikill trjágróđur viđ götuna rammar ţađ skemmtilega inn. Viđ Bjarkarstíg standa 9 hús, byggđ árin 1942-1952. Bjarkarstígur er um 200 m langur.

Áriđ 1950 sótti Svavar Jóhannsson, PA090808forstöđumađur Bifreiđaeftirlitsins um árabil, um lóđ og byggingarleyfi neđst viđ sunnanverđan Bjarkarstíg. Á ţessum tíma var nokkur trjálundur á ţessum slóđum, sem líklega tilheyrđi Munkaţverárstrćti 13, en ţađ hús er á SV horni Munkaţverárstrćtis og Bjarkarstígs. En í bókun Byggingarnefndar segir svo um byggingaleyfi Svavars: „Eiganda skógargróđurs verđur gefin kostur á ađ bjarga honum og 2m breiđur stígur leyfđur austast á lóđ, suđur á reit bćjarins milli Bjarkarstígs og Hamarstígs“. Međ björgun skógargróđurs er líklega átt viđ flutning trjáplantna, sem ţarna hafa líklega ekki veriđ orđnar mjög gamlar eđa stórar. En Svavar fékk ađ byggja hús skv. uppdrćtti og lýsingu, en ţeirrar lýsingar er ekki getiđ í bókun Byggingarnefndar. En uppdráttinn ađ húsinu gerđi Tryggvi Sćmundsson.

Bjarkarstígur 1 er tvílyft steinsteypuhús í funkisstíl, međ lágu valmaţaki og skiptist í tvćr álmur, suđur og norđur og stendur sú nyrđri nokkuđ hćrra. Veggir eru múrsléttađir en einfaldir lóđréttir póstar eru í gluggum. Sambyggđur húsinu ađ suđaustanverđu er bílskúr, byggđur 1990 eftir teikningum Birgis Ágústssonar. Húsiđ, sem fullbyggt var áriđ 1952 og er yngst húsa viđ Bjarkarstíg hefur alla tíđ veriđ íbúđarhús en ţarna var um tíma umbođ Styrktarfélags vangefinna, sem en frú Björg Benediktsdóttir, eiginkona áđurnefnds Svavars starfrćkti ţađ. Bjarkarstígur 1 er í fyrirtaks hirđu og hefur líkast til alla tíđ hlotiđ afbragđs viđhald. Á lóđarmörkum er steyptur veggur og allur frágangur lóđar og húss er til mikillar prýđi. Húsakönnun 2015 metur húsiđ međ varđveislugildi sem hluti af ţeirri heild sem götumynd Bjarkarstígs er. Ein íbúđ mun í húsinu.

Heimildir: Byggingarnefnd Akureyrar. Fundargerđir 1948-57. Fundur nr. 1124, 21. júlí 1950. Fundur nr. 1127, 1. sept. 1950. Óprentađ og óútgefiđ, varđveitt á Hérađsskjalasafninu á Akureyri.

Akureyrarbćr og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guđjónsson og félagar. (2015). Norđurbrekkan, neđri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbćr: Pdf-útgáfa ađgengileg á slóđinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf 


Hús dagsins: Sniđgata 3

Efsta húsiđ, eđa öllu heldur efra húsiđ viđ sunnanverđa Sniđgötu er hús nr. 3, en ţađ reistu ţau Kristófer Vilhjálmsson  áriđ 1942. Hann fékk leyfi til ađ reisa hús, eina hćđ á háum kjallara úr steinsteypu međ steyptu gólfi og ţaki.P2180716 Stćrđ á grunnfleti 10,4x8,5 auk útskots ađ vestan, 1x3,6m. Teikningarnar ađ húsinu gerđi Halldór Halldórsson. Á ţessum tíma voru steyptar plötur undir ţökum og milli hćđa ađ ryđja sér til rúms, en á fyrstu áratugum steinsteypunnar var algengast ađ ađeins útveggir vćru steyptir en innveggir og milliloft úr timbri. En svo er semsagt ekki í tilfelli Sniđgötu 3. 

Sniđgata 3 er í Húsakönnun 2015 sagt „nokkuđ sérstakt funkishús“, einlyft steinsteypuhús međ flötu ţaki og á háum kjallara međ steiningarmúr og líklega međ ţakpappa á ţaki. Einfaldir ţverpóstar međ tvískiptum efri fögum eru í flestum gluggum og horngluggar á ţremur hornum, en NA horn  gluggalaust. Ţar er steyptar tröppur upp ađ inngöngudyrum, međ stölluđu (tröppulaga) steyptu handriđi. Kristófer Vilhjálmsson bjó hér alla sína tíđ frá ţví hann byggđi húsiđ, en hann lést 2006.  Hann var verslunarmađur og gegndi hinum ýmsu embćttisstörfum, m.a. formađur Félags Verslunar og skrifstofufólks á Akureyri. Líklega er húsiđ, sem alla tíđ hefur veriđ íbúđarhús ađ mestu óbreytt frá upphafi ađ yrta byrđi, ţađ hefur t.d. ekki veriđ byggt viđ húsiđ. Viđ götu er einnig vegleg girđing međ steyptum stöplum og járnavirki sem er vćntanlega frá svipuđum tíma og húsiđ var byggt. Lóđ hússins liggur ađ lóđ Amtsbókasafnsins, og á međfylgjandi mynd má sjá hluta af bakhliđ ţess nćrri vinstra horni. Ţannig má segja, ađ íbúar Sniđgötu 3 búi svo vel, ađ hafa Amtsbókasafniđ „í bakgarđinum“. Myndin er tekin sunnudaginn 18. febrúar 2018.

Heimildir: Akureyrarbćr og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guđjónsson og félagar. (2015). Norđurbrekkan, neđri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbćr: Pdf-útgáfa ađgengileg á slóđinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf 

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerđir 1941-48.  Fundur nr. 909, 8. maí 1942. Fundur nr. 910, 15. maí 1942

Óprentađ og óútgefiđ; varđveitt á Hérađsskjalasafninu á Akureyri.


Hús dagsins: Sniđgata 2

Ţrjú hús standa viđ Sniđgötu, tvö sunnanmegin og eitt norđanmegin,P2180714 ţ.e. nr. 2. Húsiđ reisti Baldur Svanlaugsson áriđ 1935 eftir teikningum Tryggva Jónatanssonar en hann fékk lóđina voriđ 1934, var ţađ fyrsta lóđin sem úthlutađ var viđ Sniđgötu. Nokkru síđar, eđa í lok september sama ár fékk Baldur leyfi til ađ reisa hús á lóđinni, steinsteypt 10,8x8,5m ađ stćrđ og kjallari undir hálfu húsinu (ţ.e. eystri hluta).

Sniđgata 2 er steinsteypt funkishús međ aflíđandi einhalla ţaki undir flötum ţakkanti. Undri eystri hluta hússins er hár kjallari en lágur grunnur undir ţeim vestari; húsiđ myndi líklega kallast byggt á pöllum.  Krosspóstar eru í gluggum og ţakpappi á ţaki, og á suđvesturhorni er horngluggi. Eystri hluti hússins stendur eilítiđ framar en sá vestari, og eru inngöngudyr í kverkinni á milli álmanna. Húsiđ hefur alla tíđ veriđ einbýlishús. Baldur Svanlaugsson bjó ekki í mörg ár á Sniđgötu, en 1939 reisir hann hús viđ Bjarmastíg 3. Áriđ 1940 eru íbúar hússins ţau Sigtryggur Júlíusson og Jóhanna Jóhannesdóttir en ţau sem lengst bjuggu í Sniđgötu 2 eđa frá um 1950 og fram yfir aldamót voru ţau Benedikt Sćmundsson skipstjóri og Rebekka Jónsdóttir.

Sniđgata 2 er sögđ í upprunalegri mynd í Húsakönnun 2015 en húsiđ er í mjög góđu standi, gluggapóstar t.a.m. nýlegir og raunar allur frágangur húss og umhverfis sem um nýlegt hús vćri ađ rćđa, húsiđ hefur greinilega hlotiđ vandađar endurbćtur á allra síđustu árum. Lóđin er snyrtileg og vel gróin, ţar má m.a. finna steypta tjörn. Viđ götu er steyptur, upprunalegur kantur og myndar hann skemmtilega heild, til mikillar prýđi í umhverfinu. Myndin er tekin ţ. 18. feb 2018.

Heimildir: Akureyrarbćr og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guđjónsson og félagar. (2015). Norđurbrekkan, neđri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbćr: Pdf-útgáfa ađgengileg á slóđinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf 

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerđir 1930-35. Fundur nr. 721, 17. maí 1934. Fundur nr. 734, 29. Sept 1934.

Óprentađ og óútgefiđ; varđveitt á Hérađsskjalasafninu á Akureyri.


Um bloggiđ

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson
Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.
Okt. 2018
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

 • P2240890
 • P2240897
 • P8310023
 • P2240898
 • P2240899

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.6.): 8
 • Sl. sólarhring: 36
 • Sl. viku: 962
 • Frá upphafi: 240626

Annađ

 • Innlit í dag: 7
 • Innlit sl. viku: 407
 • Gestir í dag: 7
 • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband