Þar sem vegurinn endar...

Þann 19.apríl sl. birti ég mynd þessa mynd, tekna haustið 2016, af troðningi nokkrum sem kalla mætti "Súlumýraveg". Hafði ég þetta að segja: 

P9180470Ofan Löngukletta og Hamrahamra eru Súlumýrar. Eru þær geysivíðlendar- eins og margir Súlnafarar þekkja. Þær eru ansi vinsæll leikvöllur jeppa- sleða og skíðamanna, já og raunar göngu og hjólamanna...útivistarfólks yfirleitt. Ekki er þar neitt formlegt vegakerfi en þessi slóði liggur eftir austurbrún mýranna, ofan Fálkafells. Hvert liggur slóðinn. Við því er einfalt svar: Spölkorn sunnan við tökustað þessarar myndar er likt og klippt sé á troðninginn, þar sem við taka lyngþúfur og melar. Vegur þessi, sem hvergi er á skrá hjá neinni vegamálastofnun eða á nokkru skipulagi endar eiginlega bara þarna úti í mýri. 

 

 

Sl. fimmtudagskvöld þann 29.júní brá ég mér þarna uppeftir og tók þá mynd af þessum umrædda stað sem ég minntist. Mig hefur greinilega misminnt eitthvað, því vegurinn endar raunar ekki við "lyngþúfur og mela" heldur fjarar hann út undir barði, þar sem við taka mýrar. Ekki get ég mælt með akstri um þennan vegslóða nema á hjólum eða einhvers lags torfærutækjum.  En svona lítur þessi umræddi staður, þar sem vegurinn endar, út.

P6290582 

 


Bloggfærslur 1. júlí 2017

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 106
  • Sl. sólarhring: 196
  • Sl. viku: 715
  • Frá upphafi: 419806

Annað

  • Innlit í dag: 84
  • Innlit sl. viku: 572
  • Gestir í dag: 83
  • IP-tölur í dag: 81

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband