Hús dagsins: Bakki í Grindavík

Að þessu sinni eru "Hús dagsins" fjarri heimaslóðum ef svo mætti segja, en sl. vikur hef ég dvalist á Reykjanesinu í sumarleyfi. Hér er hús í Grindavík sem e.t.v.  mætti kalla "Stjörnuhús" en hús þetta "sló í gegn"cool í hlutverki ógurlegs draugahúss  sl. vor. P7150642

En þetta er húsið Bakki, sem stendur við Garðaveg 2 í Grindavík. Heimildum ber ekki saman um byggingarár Bakka, hér er það sagt byggt 1921 en hér er byggingarárið sagt 1933. Það er alltént ljóst, að húsið er byggt á fyrri hluta 20.aldar. Bakki er einlyft timburhús með háu risi, bárujárnsklætt með einföldum lóðréttum póstum. Það er byggt sem verbúð og hefur líkast til þjónað sem slíkt alla tíð. Það er nú í endurbyggingu, en eins og sjá má á myndunum er það töluvert farið að láta á sjá. En það ástand hússins hefur eflaust tryggt því stórt hlutverk í spennumyndinni "Ég man þig" sem Óskar Þór Axelsson leikstýrði og var frumsýnd núna í maí sl. Myndin er einskonar sakamála- og drauga "tryllir" og gefur að mínum dómi mörgum erlendum hrollvekjum ( t.d.Conjuring, Blair Witch Project, Amityville Horror o.fl.) nákvæmlega ekkert eftir. Með helstu hlutverk í Ég man þig fara Anna Gunndís Guðmundsdóttir, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson og Þorvaldur Davíð Kristjánsson. P7150644

Bakki gegndi hinsvegar hlutverki húss, sem hafði staðið yfirgefið í 60 ár á Hesteyri í Jökulfjörðum. Þangað var það "flutt" með aðstoð tæknibrellna. Í húsinu, sem par nokkurt (Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Anna Gunndís Guðmundsdóttir) og vinkona þeirra (Ágústa Eva Erlendsdóttir), hugðust gera upp sem gistiheimili var aldeilis á ferli "margur óhreinn andinn" -svo ekki sé meira sagt. Varð húsið býsna draugalegt og drungalegt á hvíta tjaldinu en það var aldeilis ekki svo þegar ég var þarna á ferðinni í sumarblíðunni þann 15.júlí 2017 og tók þessar myndir. Eins og sjá má, er viðgerð hafin á húsinu og þegar mig bar að garði var einmitt verið að rífa burt klæðningu á suðurgafli hússins.


P7150645

 


Bloggfærslur 29. júlí 2017

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 48
  • Sl. viku: 741
  • Frá upphafi: 420027

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 593
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband