Hús dagsins: Bjarkarstígur 2

Adam Magnússon trésmíðameistari sóttist snemma árs 1942 eftir PA090811lóð við Krabbastíg og fékk næstu lóð vestan við Pál Pálsson, þ.e. Munkaþverárstræti 17. Þegar honum var úthlutað lóðin var jafnframt tekið fram, að gatan yrði ekki lögð að Helgamagrastræti það sumarið [1942]. En Adam fékk að byggja  íbúðarhús, eftir eigin teikningu, úr steinsteypu með steinlofti og valmaþaki úr timbri, 10,0x9,0m auk útskots 4,1x1,0m. Skömmu eftir að húsið reis, eða þann 18. júní 1943 ákvað Byggingarnefnd Akureyrar að gatan, sem átti að vera hluti Krabbastígs á milli Munkaþverárstrætis og Helgamagrastrætis skyldi heita Bjarkarstígur.

Bjarkarstígur 2 er einlyft steinsteypuhús á háum kjallara og með valmaþaki, steiningu á veggjum og bárujárni á þaki, lóðréttum póstum í gluggum og horngluggum í anda funkisstefnunnar til SA. Vestari hluti framhlið skagar eilítið fram (umrætt útskot í bókun Byggingarnefndar) og í kverkinni á milli eru inngöngudyr ásamt svölum. Svalir þessar gefa húsinu ákveðinn svip, bogadregnar við horn hússins og með járnavirki ofan á steyptu handriði. Húsið hefur alla tíð verið íbúðarhús en auk þess starfrækti Adam trésmíðaverkstæði þarna. Hann á einnig heiðurinn af húsinu Munkaþverárstræti 8 en það byggði hann árið 1932, auk þess sem hann teiknaði húsið Bjarkarstíg 7, sem byggt var 1944. Bjarkarstígur 2 er traustlegt og reisulegt funkishús í góðri hirðu og lóð er einnig vel gróin og í góðri hirðu. Þar eru m.a. býsna gróskumikil reynitré.  Í húsinu er ein íbúð. Myndin er tekin þ. 9. október 2018

Heimildir: Byggingarnefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr.900, 28. feb 1942 . Fundur nr. 917, 3. júlí 1942. Fundur nr. 920, 7. ágúst 1942. Fundur nr. 946, 18. júní 1943. Óprentað og óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf 


Bloggfærslur 30. október 2018

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 128
  • Sl. sólarhring: 193
  • Sl. viku: 737
  • Frá upphafi: 419828

Annað

  • Innlit í dag: 100
  • Innlit sl. viku: 588
  • Gestir í dag: 98
  • IP-tölur í dag: 96

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband