Hús dagsins: Hríseyjargata 19

Úr Bjarkarstígnum bregðum við okkur aftur að funkishúsaröðinni við utanverða Hríseyjargötu, og nú er komið að Hríseyjargötu 19, sem byggð er 1941-42.

Lúðvík Jónsson fékk árið 1941 lóð við Hríseyjargötu ásamt byggingarleyfi. PB180858Hann fékk að reisa íbúðarhús, steinsteypt hús á einni hæð með valmaþaki, veggir hlaðnir úr r- steini og þak járnklætt úr timbri. Stærð hússins 7,10x8,25m eða um 60 m2 að grunnfleti. Ekki fylgir sögunni hver teiknaði, en á Landupplýsingakerfinu má finna raflagnateikningar af húsinu eftir Eyjólf Hjörleifsson.  Þeim sem þetta ritar þykir húsið svipa þó nokkuð til húsa nr. 5-8 við Ægisgötu, sem Tryggvi Jónatansson teiknaði og voru byggð árin 1936-39. Hríseyjargata 19 er einlyft steinhús með valmaþaki með horngluggum á suðurhlið, í anda funkisstefnunar. Bakálma er til norðvesturs með aflíðandi einhalla þaki og verönd við bakhliðina. Krosspóstar eru í gluggum og bárujárn á þaki. Á NV horni lóðar er einnig bílskúr.

Lúðvík Jónsson hefur líklega búið þarna ein 8 ár, en hann auglýsir húsið til sölu í ársbyrjun 1950    og síðar sama ár búa þarna þau Sigurbjörn Yngvi Þórisson vélstjóri og Brynhildur Arnaldsdóttir, sem einmitt giftu sig þetta sumar, svo sem kemur fram undir dálkinum Bæjarfréttir í meðfylgjandi tengli. Sigurbjörn og Brynhildur bjuggu hér um árabil eða fram yfir 1980 (hann lést 1981), en ýmsir hafa búið hér síðan. Húsið er næsta lítið breytt frá upphafi, en árið 1995 voru gerðar teikningar að viðbyggingu til suðurs ásamt nýjum gluggum, en hið síðarnefnda virðist aðeins hafa orðið raunin. Húsið er í afbragðs góðri hirðu og lítur vel út, nýlegir (um 20 ára) gluggapóstar gefa húsinu einnig skemmtilegan svip. Lóðin er einnig vel gróin og vel hirt, þar ber mikið á gróskumiklu birkitré sunnan húss, framarlega á lóð (þó ekki sé gróandinn mikill á meðfylgjandi mynd sem tekin er um um miðjan nóvember). Við götu er einnig steinveggur með járnavirki, mjög vel við haldið og líklega upprunalegur. Í stuttu máli, er Hríseyjargata 19 látlaust og smekklegt hús í góðri hirðu og hús og lóð til mikillar prýði í umhverfinu. Ein íbúð er í húsinu og hefur verið alla tíð. Myndin er tekin þann 18. nóv. 2018.

Heimildir: Byggingarnefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 917, 5. sept 1941. Óprentað og óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


Bloggfærslur 19. desember 2018

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 20
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 427
  • Frá upphafi: 420127

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 316
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband