Hús dagsins: Hríseyjargata 20

Ég birti pistil um hús nr. 19 þann 19. ætli það sé þá ekki einboðið að birta pistil um nr. 20 þann 20. wink 

Skapti Áskelsson skipasmíðameistari, löngum kenndur við Slippinn, fékk árið 1941 lóð við Hríseyjargötu „þriðju lóð norðan við hús Bjarna Þorbergssonar“. PB180855[Þar er átt við hús nr. 14, sem þá var eitt húsa risið austanmegin við Hríseyjargötu, norðan Eiðsvallagötu] Þá fékk hann að byggja á lóðinni hús á einni hæð úr steinsteypu og með timburþaki, 8,80x8,20m að grunnfleti. Tók byggingarnefnd fram, að óvíst væri hvort hægt yrði að leggja vatn að lóðinni fyrst um sinn. Tveimur árum síðar fékk Skapti að reisa viðbót við hús sitt, steinsteypta byggingu með timburþaki, 5,0x3,0m að stærð.

Hríseyjargata 20 er einlyft steinsteypuhús með nokkuð háu valmaþaki. Á þaki er stallað bárujárn, sem síðuhafa þykir ævinlega freistandi að kalla skífustál vegna þess hve áferðin minnir á steinskífuklæðningu og veggir eru einangraðir með frauðplasti og múrhúðaðir. Lóðréttir póstar með opnanlegum þverfögum eru í gluggum. Á lóðinni er einnig bílskúr norðaustanmegin á lóð og byggt var við húsið til norðurs, eftir teikningum Haraldar Árnasonar, teiknistofu HSÁ. Skapti Áskelsson, sem fæddur var á Austari-Krókum í Fnjóskadal árið 1908, má með sanni segja, að hafi verið einn af máttarstólpum akureyrsk atvinnulífs á 20. öld. Hann, ásamt fleirum, tók árið 1946 nýbyggða dráttarbraut bæjarins á leigu og 22. nóvember 1952 var haldinn stofnfundur Slippstöðvarinnar, sem var lengi vel ein helsta skipasmíðastöð landsins og einn af helstu atvinnurekendum bæjarins. Síðar stofnaði Skapti, ásamt Hallgrími syni sínum byggingavöruverslunina Skapta hf.  Og starfaði sú verlsun fram yfir 1990. Bragi Sigurjónsson ritaði ævisögu Skapta Áskelssonar árið 1985 og hét sú bók einfaldlega „Skapti í Slippnum“.  Í minningargrein um Skapta, sem lést árið 1993 segir Bragi „ Um fjölda ára stigu fáir mikilúðlegri né eftirtektarverðari menn um götur Akureyrarkaupstaðar en Skapti Áskelsson, Skapti í Slippnum, eins og Akureyringum var lengi tamast að kalla hann.“  (Mbl. 15.7.1993: 14).

Skapti og eiginkona hans, Guðfinna Hallgrímsdóttir frá Glúmsstöðum í Fljótsdal, bjuggu hér ásamt börnum sínum í fimm ár, en 1946 byggðu þau hús við Norðurgötu 53. Ýmsir hafa átt og búið í Hríseyjargötu 20 síðan þá, en húsinu hefur líkast til alla tíð verið vel við haldið. Alltént er húsið í afbragðs góðri hirðu, nýtt þak á húsinu og hefur allt fengið yfirhalningu. Lóðin er einnig vel frágengin og smekkleg, við húsið er vandaður sólpallur, tjörn með timburbrú svo fátt eitt sé nefnt. . Eftir því sem sá sem þetta ritar kemst næst hefur ekki verið unnin húsakönnun fyrir þennan ytri hluta Hríseyjargötu þannig að varðveislugildi Hríseyjargötu 20 liggur ekki fyrir. Það er hins vegar álit þess sem þetta ritar, að Hríseyjargatan sem heild eigi öll að njóta varðveislugildis. Myndin er tekin þann 18. nóv. 2018. Myndin er tekin þann 18. nóvember 2018.  

Heimildir: Byggingarnefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 878, 4. júlí 1941. Fundur nr. 948, 2. júlí 1943. Óprentað og óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


Bloggfærslur 20. desember 2018

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 412
  • Frá upphafi: 420112

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 302
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband