Hús dagsins: Munkaþverárstræti 20

Munkaþverárstræti 20 reisti Stefán Aðalsteinsson múrarameistari árið 1936, eftir teikningum Guðmundar Gunnarssonar. P2180720Seint í nóvember 1935 er honum heimilað að reisa hús með flötu þaki (ekki kemur fram hve stórt) en í ágúst og september 1936 fær hann að breyta húsinu á þann veg að svalir, sem áttu að vera á SA-horni hússins skyldu færðar á austurhlið. Svefnherbergi yrði þá stækkað. Þá fékk hann leyfi til að reisa valmaþak á húsið. Í ársbyrjum 1937 fær hann að láta umrætt valmaþak ná yfir tröppur, standandi á súlum og hafa svalir á horni. Umrætt valmaþak heyrir nú sögunni til, því árið 1973 var þakinu breytt og byggt á húsið einhalla þak með háum kanti eftir teikningum sem merktar eru Teiknistofu Hauks Haraldssonar. Í Húsakönnun 2015 segir, að þakinu hafi verið breytt úr flötu þaki í einhalla.

En Munkaþverárstræti 20 er tvílyft steinsteypuhús með einhalla bárujárnsklæddu þaki. Neðri hæð er niðurgrafin að nokkru leyti vegna hæðarmismunar á lóð. Á norðurhlið er útskot; forstofubygging og tröppur að henni að götu. Veggir eru klæddir steinmulningsmúr og einfaldir lóðréttir póstar í gluggum og á suðurhlið eru horngluggar í anda Funkisstefnunar. Húsið hefur alla tíð verið íbúðarhús, nú eru í þvi tvær íbúðir; hvor á sinni hæð. Líklega er húsið, sem er í mjög góðri hirðu og lítur vel út, að mestu óbreytt frá upphafi að ytra byrði, ef frá er talið breyting á þaki.

Myndin er tekin þann 18.febrúar 2018.

 

Heimildir:

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1935-41. Fundur nr. 765, 26.nóv 1935. Fundur nr.779 20.ágúst 1936. Fundur nr.780, 5.sept. 1936. Fundur nr. 789, 9.jan 1937.

Óprentað og óútgefið; varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

 

 

 


Bloggfærslur 13. maí 2018

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 57
  • Sl. viku: 607
  • Frá upphafi: 420080

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 457
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband