Hús dagsins: Munkaþverárstræti 24

Munkaþverárstræti 24 mun Gísli Sigurjónsson bifreiðarstjóri hafa reist árið 1938, en hann fékk lóð norðan við Bjarna Rósantsson þ.e. Munkaþverárstræti 22.P2180718 Gísli fékk leyfi til að reisa hús á lóðinni, 10x8,4m að stærð, á einni hæð á kjallara og með flötu þaki. Teikningarnar að húsinu, eins og svo mörgum öðrum á Akureyri á þessum tíma gerði Tryggvi Jónatansson. Árið 1999 var byggt á húsið lágt valmaþak eftir teikningum Bjarna Reykjalín en að öðrum leyti mun húsið lítt breytt frá upphafi.

Munkaþverárstræti 24 er einlyft r- steinhús í funkisstíl. Það stendur á háum kjallara og er með bárujárnsklæddu valmaþaki en veggir eru múrsléttaðir. Í gluggum eru lóðréttir póstar með opnanlegum fögum þvert yfir. Horngluggar eru á suðurhlið. Inngöngudyr og steyptar tröppur að götu eru á norðurhlið og svalir til austurs og verönd neðan við þær. Þak slúttir yfir inngöngutröppur og svalir. Húsið hefur alla tíð verið íbúðarhús, og bjó Gísli Sigurjónsson hér alla sína tíð, en hann lést í ársbyrjun 1987. Eiginkona Gísla, Sigríður Baldvinsson frá Steindyrum í Svarfaðardal gegndi stöðu framkvæmdastjóra Pöntunarfélags Verkalýðsins á fimmta áratugnum. Það var trúlega ekki algengt um og fyrir miðja 20.öld að konur væru forstjórar félaga og samtaka á borð við Pöntunarfélagið. Sigríður var einnig ein af stofnfélögum Húsmæðrafélags Akureyrar, en einnig var hún í stjórn Húsmæðraskólafélagsins sem hafði m.a. veg og vanda af byggingu Húsmæðraskólans við Þórunnarstræti, sem tekinn var í notkun 1945.  Sigríður lést í janúar 1951, langt fyrir aldur fram eða 46 ára.

En Munkaþverárstræti er reisulegt hús og í góðri hirðu, með tiltölulega nýlegu þaki. Það er hluti langrar og heillegrar raðar funkishúsa við Munkaþverárstræti og mun hafa 1.stigs varðveislugildi sem hluti af heild skv. Húsakönnun 2015. Myndin er tekin þ. 18. feb 2018.

P4190714

 

 

 

 

 

 

 

 

Gamli Húsmæðraskólinn að Þórunnarstræti 99 var byggður árin 1942-45 en Sigríður Baldvinsdóttir forstjóri í Munkaþverárstræti 24 var einn stjórnarmeðlima Húsmæðraskólafélags Akureyrar. Í tenglinum í textanum hér að ofan þakkar hún f.h. stjórnarinnar fyrir gjafir til byggingarinnar árið 1943. Húsið hefur hýst ýmsa starfsemi þessi rúmu 70 ár, Skammtímavistun hefur verið á efri hæðum frá 2013 en í maí 2016 voru nýjar höfuðstöðvar Skátafélagsins Klakks vígðar í húsinu. Á þessari mynd eru skátar að búa sig í hátíðarskrúðgöngu á Sumardaginn fyrsta sl. 19.apríl. 

Heimildir: Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1935-41Fundur nr.811, 19. Feb 1938. Fundur nr. 814, 2. apríl 1937.

Óprentað og óútgefið; varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


Bloggfærslur 15. júní 2018

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • PA040027
  • IMG 1503
  • IMG 1501
  • IMG 1500
  • P8291011

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 13
  • Sl. sólarhring: 88
  • Sl. viku: 430
  • Frá upphafi: 417799

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 241
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband