Hús dagsins 9 ára; 9 hús númer 9.

Það var þann 25.júní árið 2009 að ég hóf að birta myndir af eldri húsum á Akureyri ásamt textum. Fyrsta færalan var aðeins 3-4 setningar að mig minnir, enda var ætlunin aðeins sú að birta myndir og örstutt söguágrip. En með árunum fóru eigin kröfur vaxandi. Fyrst um sinn snerist þetta aðeins um að setja inn myndir og skrifa það sem ég mundi en þegar frá leið fór ég að fletta upp í bókum. Um Innbæinn og Oddeyrina (þ.e. elsta hluta hennar) hafa lengi verið til ítarlegar húsakönnunarbækur og svo er það auðvitað Akureyri; Höfuðborg hins bjarta norðurs eftir Steindór Steindórsson. Síðar uppgötvaði ég vef Landupplýsingakerfisins en eftir að Oddeyrinni og Innbænum sleppti var ekki hlaupið að því að komast að því hverjir byggðu húsin. Af einhverjum ástæðum hugkvæmdist mér ekki að sækja Héraðsskjalasafnið fyrr en fyrir fáeinum árum. Trúlega datt mér einfaldlega ekki í hug, að hægt væri að finna þar gögn frá Bygginganefnd o.fl. eða þá að þau væru ekki aðgengileg almenningi. En þessar heimildir eru afar öflugar, að ekki sé minnst á Jónsbók, en þar eru birtar Bygginganefndarupplýsingar fyrir hvert hús sem stóð á Akureyri um 1933-35. Það getur nefnilega verið dálítið "púsluspil" að fletta upp í Bygginganefndarfundargerðum frá 3. og 4. áratug því þar er lóðum og húsum undantekningalítið lýst sem "næsta lóð vestan við Jón Jónsson, þriðja að norðan" við tilteknar götur. Ég hef svosem verið frekar skriflatur upp á síðkastið, sé aðeins horft til þessarar síðu.  En í tilefni þess, að ég hef nú sett inn færslur á þessa síðu í níu ár hyggst ég hér birta tengla á 9 hús númer 9. 

Bjarmastígur 9

Oddagata 9

Fjólugata 9

Ránargata 9

Gilsbakkavegur 9

Munkaþverárstræti 9 

Spítalavegur 9

Lundargata 9

Goðabyggð 7; Silfrastaðir eða Vesturgata 9

 

Ég hef svosem verið frekar skriflatur upp á síðkastið, sé aðeins horft til þessarar síðu. En það kemur til af því, að ég hef fengist við að búa bókarhandrit til prentunar. "Norðurbrekkan milli Gils og klappa" og á hún að ná til neðri hluta Ytri Brekku. Enda þótt handritið liggi að miklu leyti fyrir hér á síðunni er mikil vinna að sníða af vankanta og villur og setja texta upp og myndir o.s.frv. Í sumum tilvikum hefur textinn sem til var fyrir frekar þvælst fyrir. En það er tómt mál að tala eða rita um þessa fyrirhuguðu bók ef ekki næst fjármagn til prentunar. Ég ligg aldeilis ekki á digrum sjóðum og hef enga slíka á bak við mig og treysti því alfarið á hópfjármögnun gegn um Karolina Fund. Hvet auðvitað sem flesta til að heita á, og færi þeim sem þegar hafa stutt við verkefnið mínar bestu þakkir. Minni einnig á, að enginn er rukkaður nema söfnun takist.


Bloggfærslur 25. júní 2018

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P5150358
  • IMG_0082
  • IMG_0081
  • IMG_1520
  • IMG 1494

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 12
  • Sl. sólarhring: 44
  • Sl. viku: 454
  • Frá upphafi: 419235

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 343
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband