Hús dagsins: Hlíðargata 6

Árið 1944 fékk Guðmundur nokkur Jónsson, PA090839 leyfi til að reisa hús við Hlíðargötu 6. Húsið yrði ein hæð á kjallara úr steinsteypu með steinlofti og skúrþaki, 10,5x6,8m að stærð auk útskots að vestan að stærð 5x1,4m. Fullbyggt mun húsið hafa verið 1948, en það er a.m.k. skráð byggingarár hússins. Fullbyggt er e.t.v. skilgreiningaratriði, en árið 1964 var byggt við húsið til suðurs og vesturs, álma jafn há húsinu. Var sú bygging reist eftir teikningum Guðlaugs Friðþjófssonar, en hann teiknaði einnig upprunalega húsið.

Guðmundur Jónsson, sem byggði húsið, var um áratugaskeið forstjóri Olíusöludeildar KEA en var áður vörubílsstjóri hjá Stefni og aðstoðarforstjóri (annar forstjóri) þar. Kona hans var Jóhanna Gunnlaugsdóttir og bjuggu þau hér í 44 ár, eða til 1988. Síðan hafa ýmsir átt húsið og búið þar og alla tíð hefur húsið verið vel við haldið.

Hlíðargata 6 er tvílyft steinsteypuhús með lágu skúrþaki. Tvær smáar álmur eru til austurs þ.e. á framhlið og suðvesturs og við þá síðarnefndu eru svalir. Í kverkinni milli álma á framhlið eru inngöngudyr og steyptar tröppur upp að þeim. Horngluggar í anda funkisstefnunnar eru á húsinu, lóðréttir póstar í gluggum og stórir og víðir gluggar til suður á suðurálmu. Sú álma, sem er viðbygging, er múrsléttuð en upprunalegi hluti hússins er klæddur steiningarmúr. Bárujárn er á þaki. Á lóðarmörkum er steypt girðing með járnavirki, sem er í stíl við handrið á uppgöngu við útidyr og á svölum. Er hann í góðu standi, eins og húsið sjálft. Í húsinu eru tvær íbúðir. Í Húsakönnun 2015 er húsið metið með 1. stigs varðveislugildi sem hluti samstæðrar raðar húsa í funkisstíl.

Fremst á lóð stendur mjög gróskumikið og stæðilegt birkitré, P8310024væntanlega gróðursett af þeim Guðmundi og Jóhönnu um miðja 20. öld. Tréð er meðal hæstu birkitrjáa bæjarins og rataði það á sínum tíma í bækling Skógræktarfélags Eyfirðinga „Merk Tré“ árið 2005. Þar er hæð trésins sögð 12,25m en mögulega er það komið yfir 13 metra í upphafi árs 2019.  Hér má sjá mynd sem ég tók í Trjágöngu Skógræktarfélagsins um Brekkuna þann í ágústlok 2013, en myndin af húsinu er tekin þann 9. okt. 2018.

Heimildir: Byggingarnefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr.975 , þ. 12. maí  1944. Óprentað og óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf 

afa.pdf 


Bloggfærslur 25. janúar 2019

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 413
  • Frá upphafi: 420113

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 303
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband