Hús dagsins: Helgamagrastræti 12

Fjórum dögum fyrir Lýðveldisstofnun, eða 13. júní 1944,P2240894 fengu þeir Jónatan Davíðsson og Hjalti Friðfinnsson lóð á horni austan Helgamagrastrætis og sunnan Hamarstígs. Réttum tíu mánuðum síðar, 13. apríl 1945 var Jónatan veitt byggingarleyfi á lóðinni og fékk hann að reisa steinsteypt hús með gólfum úr steinsteypu með flötu steinþaki. Húsið yrði tvær hæðir og kjallari, 10,2 x 8,5m að grunnfleti auk útskots að sunnan, 1,4m x 4,8m. Teikningarnar að húsinu, sem fullbyggt var 1946, gerði Páll Friðfinnsson.

Helgamagrastræti 12 er tvílyft steinsteypuhús á lágum kjallara og með valmaþaki, forstofubyggingu og steyptum tröppum á norðurhlið og tvílyftri útbyggingu austanmegin á suðurhlið og eru svalir í kverkinni milli álmanna. Steining er á veggjum og bárujárn á þaki. Horngluggar funkisstefnunnar eru á báðum suðurhornum.

Elsta auglýsingin sem finna má á timarit.is um Helgamagrastræti 12 er haustinu 1953, en þar auglýsir Guðrún Stefánsdóttir „tek að mér að húllsauma“.  En Jónatan Davíðsson, sem byggði húsið,bjó líkast til ekki mörg ár á Helgamagrastræti 12 en hann var lengi vel bóndi á Fífilgerði í Öngulstaðahreppi. Húsið hefur alla tíð verið tvíbýlishús, hvor íbúðin á sinni hæð og gera upprunalegar teikningar ráð fyrir því fyrirkomulagi. Í upphafi var húsið með flötu þaki, en árið 1981 var byggt á húsið valmaþak eftir teikningum Mikaels Jóhannssonar. Að öðru leyti er húsið að næsta lítið breytt frá upphaflegri gerð.

Helgamagrastræti 12 er reisulegt hús í mjög góðri hirðu. Sem hornhús tekur það þátt í götumyndum Helgamagrastrætis og Hamarstígs og er til mikillar prýði í umhverfi sínu. Lóðin er innrömmuð með steyptum vegg með járnavirki, og er sá veggur einnig í mjög góðri hirðu. Húsakönnun 2015 metur húsið með varðveislugildi 1 sem hluta samfelldrar raðar funkishúsa. Myndin er tekin þann 24. febrúar 2019.

Heimildir:

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á  slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf 

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 979, þ. 13. júní 1944. Fundur nr. 1010, 13. apríl 1945. Óprentað og óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


Bloggfærslur 28. júní 2019

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 50
  • Sl. viku: 617
  • Frá upphafi: 420090

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 465
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband