Svipmyndir úr Eyjafirði

Eins og gestum þessa vefjar má vera kunnugt um, geri ég þó nokkuð af því að viðra mig og ekki er óalgengt að myndavélin sé með í för. Líkt og æði margir, eða allflestir, er ég að vísu ævinlega með myndavél meðferðis í snjallsíma en mér þykir einhvern veginn skemmtilegra að taka upp MYNDAVÉLINA og mynda- enda þótt símamyndavélar séu margar hverjar orðnar vel sambærilegar við miðlungs vandaðar myndavélar. Hér eru nokkur sýnishorn af því sem fyrir augu hefur borið um vor og fyrri hluta sumars 2019.

P4250904

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Botnsfoss í Botnsreit á sumardaginn fyrsta, 25. apríl. Botnsreitur er neðan við bæina Botn og Hranastaði, ríflega 14 km frá Miðbæ Akureyrar.

P4250902  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

P4280886

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fossar í Veigastaðaklettum í Vaðlaheiði sunnudaginn 28. apríl. Klettabelti á borð við þetta urðu til fyrir nokkrum milljónum ára, þegar hraun runnu á hraun ofan og mynduðu jarðlög. Gróður og jarðvegur varð að millilögum. Löngu, löngu síðar gróf skriðjökull ísaldar sig í gegn um jarðlögin og myndaði m.a. firði og dali og skildi eftir jökulruðninga og grettistök. 

P5120886

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svona líta Súlutindarnir út séðir frá Eyjafjarðarbraut vestri skammt sunnan Litla-Hóls, rúmlega 17km framan Akureyrar. Myndin tekin 12. maí.

P5250890

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svona litu hins vegar Kjarnaskógur, Hamrar, Naustahverfi og Eyjafjörður út í blíðunni laugardaginn 25. maí, ljósmyndari staddur sunnarlega í Lönguklettum. Sólríkt síðdegi, eða Sunny Afternoon eins og Ray Davies og félagar í The Kinks sungu um fyrir ríflega hálfri öld. 

P6100889

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þverá efri, eða Munkaþverá fellur úr Þverárdal í Eyjafjarðará um hrikalegt gil. Hversu djúpt það er veit ég ekki, en ég myndi giska á að frá gilbrún og niður að ánni séu a.m.k. 25 metrar, jafnvel 30. Þarna er vinsælt að klifra og síga. Gilið er tæpa 20 km frá Akureyri.

P6100900

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Yfir Þverárgilið hrikalega liggur ein elsta brú sem enn er í notkun á landinu. Hún er að stofni til frá 1913, en þá var steinboginn steyptur. Árið 1958 var brúin hins vegar endurbyggð og hækkuð og gamla brúin notuð sem undirstaða. Hér má lesa um þá framkvæmd. Nokkuð ljóst má vera, að brúarsmiðir hafa ekki mátt vera mjög lofthræddir. surprised

P6100901

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skammt ofan brúarinnar má sjá fossinn Goðafoss. Myndirnar við Munkaþverá eru teknar á annan í hvítasunnu, 10. júní.

P6200890

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Að kvöldi 20. júní brá ég mér, einu sinni sem oftar, upp að Fálkafelli. Hér má sjá hesthúsahverfið Breiðholt í forgrunni, en á bak við Miðhúsahæð sést í ystu hverfi Brekkunnar og syðstu hverfi Glerárþorps.

P6220902

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sjálfsáinn reyniviður gerir oft ekki miklar kröfur um vaxtarstað. Þessi hrísla hefur valið sér stað í mel í miðjum kletti norðan og ofan Hamra. Myndin er tekin þann 22. júní. 

 


Hús dagsins: Helgamagrastræti 17; Völuból. Endurbirtur pistill frá 2011

Áfram heldur yfirferð mín um Helgamagrastræti og nú er það fyrrum p4200003.jpgfélagsheimili Valkyrjunnar, kvenskátafélags Akureyrar, Helgamagrastræti 17 eða Völuból. Það hús tók ég fyrir vorið 2011 og hér birtist sá pistill svo til orðréttur. Þess má geta, að í upphafi skrifaði ég að Brynja Hlíðar hafi arfleitt skátahreyfinguna að húsinu, sem er ekki rétt, heldur keypti Valkyrjan húsið af Guðbrandi bróður hennar, sem það erfði. En þetta hafði ég um Helgamagrastræti 17 að segja 2011:

Fyrsta "Hús dagsins" á sumrinu 2011 er þetta reisulega steinhús við Helgamagrastræti 17. Húsið er tvílyft steinsteypuhús en hluti þess ein hæð á kjallara en norðurhluti tvær hæðir á kjallara og er húsið að mörgu leyti dæmigert fúnkís-hús, þar sem kassalögun og einfaldleiki er áberandi. Fúnkísstíll er einmitt mjög áberandi við Helgamagrastrætið en gatan byggðist að mestu 1935-50 þegar sú húsagerð var mjög ríkjandi. Einhverjir kunna að taka eftir skátaliljunni á garðshliðinu en Helgamagrastræti 17 er mjög tengt sögu skátastarfs á Akureyri. Húsið var nefnilega svo áratugum skipti skátaheimili Valkyrjunar, sem var félag kvenskáta á Akureyri. En lengst af var skátastarf í bænum kynjaskipt (slíkt tíðkast víða í heiminum enn í dag) og störfuðu kvenskátar undir nafni Valkyrjunnar og karlskátar hjá Skátafélagi Akureyrar en þessi félög voru sameinuð undir nafni Klakks árið 1987. Brynja Hlíðar lyfjafræðingur  sem var mikilvirkur skátaleiðtogi reisti húsið árið 1945. Byggði hún húsið sem íbúðarhús. En á þessum tíma var skátastarf í bænum mjög öflugt, bæði hjá SKFA og Valkyrjunni og þar fóru fremst í flokki áðurnefnd Brynja Hlíðar hjá Valkyrjunni og Tryggvi Þorsteinsson hjá Skátafélagi Akureyrar. Þau hefðu bæði orðið 100 ára í vetur, Brynja í nóvember sl. (f. 9.10.1910) en Tryggvi var fæddur 24.4.1911 og hefði því orðið 100 ára nk. sunnudag. Brynja Hlíðar fórst 29.maí 1947 í hinu hörmulega flugslysi við Héðinsfjörð. Guðbrandur, bróðir Brynju erfði húsið og upp úr 1950 keypti Valkyrjan húsið af honum og innréttuðu þarna félagsheimili.  Kölluðu þær húsið Völuból og var heimili Valkyrjunar í fjóra áratugi eða svo. Einnig var búið í húsinu á meðan það gengdi hlutverki skátaheimilis. Nú eru í húsinu tvær íbúðir að ég held. 

Við þetta má bæta, að húsið teiknaði Tryggvi Jónatansson og árið 1971 var byggt við húsið til norðurs, eftir teikningum Jóns Geirs Ágútssonar.  Þess má líka geta, að það var árið 1953 sem  Valkyrjan keypti húsið af Guðbrandi, m.a. með styrk úr Félagsheimilasjóði. Húsið hlaut nafnið Völuból en það nafn fylgdi félaginu, hafði m.a. áður verið á hermannabragga sem félagið hafði til afnota en í Degi í maí 1945 segir Brynja að sá kofi sé “skammgóður vermir og bíði niðurrifs”. Völuból var skátaheimili í hartnær fjóra áratugi, eða fram undir 1990, en skömmu áður var allt skátastarf á Akureyri sameinað undir nafni Klakks. Í Húsakönnun 2015 hlýtur húsið varðveislugildi 1 sem hluti merkrar heildar. Myndin er sú hin sama og birtist hér upphaflega, tekin 20. apríl 2011.

Heimildir: Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á  slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf

Ýmsar munnlegar heimildir...

 


Bloggfærslur 13. júlí 2019

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 47
  • Sl. sólarhring: 52
  • Sl. viku: 782
  • Frá upphafi: 420068

Annað

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 618
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband