Hús dagsins: Helgamagrastræti 20

Daginn fyrir Lýðveldisstofnun kom Bygginganefnd Akureyrar P5030913saman á fundi, einu sinni sem oftar. Meðal fundarefna var að veita Magnúsi Magnússyni trésmíðameistara við austanvert Helgamagrastrætið, norðan við Hamarstíg. Um haustið fékk Magnús byggingarleyfi fyrir steinsteypu, með flötu steinþaki, eina hæð með kjallara undir hálfu húsinu. Ekki er getið um stærð hússins að grunnfleti. Magnús gerði teikningarnar að húsinu sjálfur, og samkvæmt Húsakönnun 2015 mun þetta eina húsið sem Magnús teiknaði.

Helgamagrastræti 20, sem fullbyggt var 1946, er einlyft steinhús á háum kjallara, með lágu bárujárnklæddu valmaþaki og einföldum lóðréttum póstum í gluggum.  Nyrsti hluti framhliðar hússins skagar eilítið fram og í kverkinni á milli eru tröppur upp að inngöngudyrum.  

Enda þótt Helgamagrastræti 20 muni vera eina húsið sem Magnús Magnússon teiknaði má nærri geta, að hann hafi komið að byggingu margra húsa á starfsferli sínum.  Magnús , sem fæddur var á Ólafsfirði, bjó hér allt síðasta dags, 1989 og ekkja hans Þórlaug Vestmann bjó hér áfram en hún lést 1993. Ætla má, að þau hafi haldið húsinu og lóðinni við af mikilli natni en hvort tveggja er enn í dag í afbragðs hirðu, enda þótt húsið sé næsta lítið breytt frá upphaflegri gerð. Á lóðarmörkum er vandaður steyptur veggur með járnavirki og mun hann upprunalegur, þ.e. frá sama tíma og húsið. Líkt og á svo mörgum lóðum á þessu svæði er trjágróður mjög áberandi á lóðinni og er margt gróskumikilla reynitrjáa við Helgamagrastræti 20. Húsið hlýtur 1. stigs varðveislugildi í Húsakönnun 2015 sem hluti merkrar heildar. Myndin er tekin þann 3. maí 2019.

Heimildir:

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á  slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf 

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 980, þ. 16. júní 1944. Fundur nr. 990, 8. sept. 1944. Óprentað og óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


Bloggfærslur 19. júlí 2019

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • PA040027
  • IMG 1503
  • IMG 1501
  • IMG 1500
  • P8291011

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 81
  • Sl. sólarhring: 87
  • Sl. viku: 557
  • Frá upphafi: 417778

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 354
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband