Hús dagsins: Helgamagrastrćti 13

Helgamagrastrćti 13 reistu Jón Helgason skósmiđur og PetrónellaP2240893 Pétursdóttir áriđ 1936, en Jón fékk haustiđ 1936 „ađra lóđ norđan viđ hús Jóhanns Kröyer“ [Helgamagrastrćti 9]. Hann fékk ađ reisa sams konar hús og ţau sem ţegar voru risin og voru ađ rísa viđ Helgamagrastrćti, tvćr hćđir međ flötu ţaki og kjallaralaus, veggir og loft úr steinsteypu, 7,6x8,10m ađ grunnfleti, eftir teikningu Ţóris Baldvinssonar.

Helgamagrastrćti 13 er tvílyft steinsteypuhús á lágum grunni og međ lágu valmaţaki. Horngluggar í anda funkisstefnunnar eru til suđurs, sem og svalir á efri hćđ á SA horni. Perluákast er á veggjum og bárujárn á ţaki og ţverpóstar í gluggum. Á norđurhliđ er útskot, jafn hátt húsinu og valmaţak slúttir ţak yfir svalirnar.

Jón Helgason sem byggđi húsiđ, var lengst af verkstjóri á skógerđinni Iđunni á Gleráreyrum og vann ţar í meira en 40 ár. Hann var frá Neđri Núpi í Miđfirđi. Jón og Petrónella, sem var frá Sigtúnum í Öngulsstađahreppi (nú Eyjafjarđarsveit) bjuggu hér í hálfa öld, eđa allt ţar til hún lést áriđ 1987. Síđan hafa ýmsir búiđ í  Helgamagrastrćti 13 og öllum auđnast ađ halda ţessu glćsta og traustlega húsi vel viđ, sem og gróskumikilli lóđ. Samkvćmt Húsakönnun 2015 var byggt viđ húsiđ áriđ 1939 til vesturs og áriđ 1950 var byggt viđ ţađ til norđurs og áriđ 1957 var byggt ofan á húsiđ, eftir teikningum Mikaels Jóhannessonar. Fékk húsiđ ţá ţađ lag sem ţađ hefur ć síđan.

Helgamagrastrćti 13 er traustlegt hús og í góđri hirđu. Ţá er einnig bílskúr á lóđarmörkum norđaustanmegin, líklega byggđur á svipuđum tíma og húsiđ og mun hann sá eini í ţessari húsaröđ Samvinnubyggingafélagsins. Áfastur honum er lágur steyptur veggur međ járnavirki sem einnig er vel viđ haldiđ.  Lóđin er vel gróin og hefur veriđ svo allt frá tíđ Jóns Helgasonar og Petrónellu. Ber ţar mikiđ á stćđilegum birkitrjám, en ţađ er sammerkt međ flestum húsum viđ Helgamagrastrćtiđ ađ ţar eru rćktarlegir og vel hirtir garđar og margt gróskumikilla trjáa.  Ein  íbúđ er í húsinu.

Helgamagrastrćti 13, sem er annađ hús sunnan og austan megin frá horni götunnar og Hamarstígs er yst í röđ sams konar funkishúsa. Ţessi hús, sem flestöll voru reist af starfsmönnum KEA voru byggđ árin 1936-37. Ţessi húsaröđ var ţá sú efsta í bćnum; ţađ sem lá ofan og vestan Ţórunnarstrćtis var „úti í sveit“. Alls urđu ţessi hús níu ađ tölu, ef taliđ eru međ Ţingvallastrćti 16 sem reist var eftir áţekkri teikningu en ekki ţeirri sömu og  Helgamagrastrćti 1-13, 4 og 6. Öll húsin teiknađi Ţórir Baldvinsson. Helgamagrastrćti 2 er einnig mjög svipađ, enda mun Skarphéđinn Ásgeirsson hafa stuđst viđ útlit og yfirbragđ nćrliggjandi húsa viđ hönnun og byggingu ţess.  Ţessi funkishúsaröđ Samvinnubyggingafélagsins er metin sem „varđveisluverđ heild“ í Húsakönnun 2015 og hljóta húsin varđveislugildi 2, sem hluti ţeirrar merku heildar.  Ţar á međal, ađ sjálfsögđu, Helgamagrastrćti 13. Myndin er tekin ţann 24. febrúar 2019, en hér má sjá mynd frá 1940 eđa ţar um bil, af funkishúsaröđinni viđ Helgamagrastrćti ásamt Ţingvallastrćti 16. 

Heimildir:  Akureyrarbćr og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guđjónsson og félagar. (2015). Norđurbrekkan, neđri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbćr: Pdf-útgáfa ađgengileg á  slóđinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf 

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerđir 1935-41. Fundur nr. 780, ţ. 5. sept. 1936. Óprentađ og óútgefiđ, varđveitt á Hérađsskjalasafninu á Akureyri.


Bloggfćrslur 2. júlí 2019

Um bloggiđ

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson
Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.
Júlí 2019
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

 • P5030913
 • P7140899
 • P7130906
 • P7130901
 • P7130902

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (21.7.): 7
 • Sl. sólarhring: 82
 • Sl. viku: 801
 • Frá upphafi: 245941

Annađ

 • Innlit í dag: 7
 • Innlit sl. viku: 577
 • Gestir í dag: 7
 • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband